sunnudagur, ágúst 27, 2006

Fríhelgi..........

Úff hvað það var komin tími á fríhelgi eftir langa handboltatörn.. Spiluðum á móti landsliði Kína á fimmtudaginn og gerðum jafntefli sem við vorum bara mjög sáttar við.. Okkur vantaði meira að segja 4 leikmenn sem voru á Madonnu tónleikunum.. Nú eru bara 6 dagar í fyrsta leik sem er á móti Álaborg.. Mjög sterkt lið sem komst í undanúrslit champions league á þessu ári.. Þetta verður sjónvarpsleikur og munum við spila í Arenunni og búið að lofa fullt af áhorfendum.. Það skemmtiegasta við þennan leik verður samt eflaust Viktoría en ég er að fara með hana í stúdíó á morgun en þar verður tekið upp eitthvað sniðugt sem á eftir að hljóma í höllinni.. Já lukkutröllið að gera gott mót..

Fórum í dag í Djurs Sommerland og skemmtum okkur vel þrátt fyrir að okkur hafi hreinlega rignt niður.. Vorum allar gegnum votar og fínar eftir þessa ferð..

Var svo rétt í þessu að horfa á fyrsta þáttinn í 2 seríu í Prison Break.. Rosa þáttur en ég verð nú samt að segja að ég er mjög svekkt með hvernig þátturinn byrjar miðað við hvernig síðasti þátturinn endaði.. Eins gott að segja ekkert meira því það eru örugglega ekkert margir búnir að sjá þennan þátt..

Farin að steikast..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?