miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Komin heim frá Ungverjalandi og á leið til Frakklands..

Vitlaust að gerá hjá Hröbbunni.. Fór til Ungverjalands á afmælisdaginn (mið) og komum ekki heim fyrr en aðfaranótt þriðjudags.. Gekk mjög vel handboltalega séð þar sem við unnum ungversku meistarana í Györ og tvö önnur ungversk lið.. Áttum svo reyndar hræðilegan leik síðasta daginn á móti lélegasta liðinu á mótinu.. Þá vorum við búnar með 3 leiki og þær bara 1 og við gátum bara alls ekki hreyft okkur í þessum leik.. Vorum gjörsamlega búnar eftir hina leikina.. Fínasta ferð þar sem Begga var herbergisfélaginn minn og stóð hún sig nú aldeilis vel í því.. Á föstudagsmorgun er svo ferðinni heitið til Frakklands þar sem við verðum yfir helgina og spilum æfingamót þar..

Fyrsti skóladagurinn hjá Viktoríu í dag.. Mín í essinu sínu og fannst þetta alveg æðislegt.. Eina sem skyggði smá á gleðina var að við vorum vöruð við að það væri komin einhver barnaperri í hverfið og ein mamman hafði séð hann.. Við vorum þrjár múttur að tala um þetta ógeð á leið inn á bókasafnið þar sem við áttum að mæta.. Við vorum varla komnar inn á safnið þegar mamman sem hafði séð hann sagði okkur að ógeðið sæti þarna inn á bókasafninu.. Hann sat þá þarna inni að borða nestið sitt, algjör viðbjóðiskall.. Svo var ein mamman að segja hvað henni finndist erfitt að skýra svona út fyrir syninum.. Hún var eitthvað búin að reyna en hann sagði nú bara að honum þætti það nú lítið mál að sýna einhverjum kalli á sér typpið..

Ég kem svo sterk tilbaka í skrifunum eftir Frakkland..
Hrabba

Comments:
Barnaperrin er farinn, testaði á honum í morgun.
Hrabba koddu heim, Ole var að hringja!
Hanna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?