mánudagur, ágúst 07, 2006

Kristín og köngulærnar..

Kristín, Steini, Telma og Embla kvöddu okkur í morgun og héldu heim á leið.. Sem betur fer er tengdó komin því annars væri nú mjög tómlegt í kotinu.. Veit ekki hvað þetta er með Kristínu og köngulær.. Hún var jú bitin af einni sem ég hélt að ég væri búin að drepa... En það kom svo í ljós eftir að Kristín fór að herbergið sem þau voru í var allt morandi í köngulóm.. Ég drap einhver 5 stykki og 2 þykkar og loðnar.. Nú er bara að vona að ég sé búin að slátra þeim flestum..

Fékk svo skemmtilega heimsókn í dag.. Lóa og Maggi (systkini mömmu) komu í heimsókn með fjölskyldurnar sínar.. 5 strákar og Viktoría þannig að það var líf og fjör hér.. Þau fóru í tívolíið hérna í Árósum í dag og komu svo heim í grill..

Viktor er svo væntanlegur eftir nokkrar mínútur.. Það verður fínt að fá karlinn heim aftur eftir langa helgi á Íslandi..

En best að fara í háttinn og sofa ÚT.....

Kveðja
Hrabba

Comments:
Til hamingju með afmælið!
kv. Gæi
 
Elsku Hrabban mín!!
Til hamingju með afmælið, bjargvætturinn minn. Hugsa til þín.
Matta
 
Til hamingju með daginn gamla.....
Kv. Sibba frænka
 
Til hamingju með daginn kjútí...
 
sæta sæta sæta hetjan mín
innilega til hamingju með daginn, sendi þér sms í gær en bara til að vera örugg um að kveðjan hafi komist til leiðar.
Hafðu það sem allra best
 
Takk fyrir kveðjurnar elskurnar...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?