miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Leiðinlegur afmælisdagur..

Gleymdi alltaf að segja frá afmælisdeginum mínum sem var vægast sagt ömurlegur.. Vaknaði kl.03.30 um nóttina og niður á lestarstöð.. Þar beið mín lestarferð í tæpa 4 tíma.. Svo var það flug til Ungverjaland og rúta og vorum við komnar á hótelið um 14.. Svo var æfing um 17 og þegar 5 mínútur voru eftir af æfinugunni sleit mikilvægasti leikmaðurinn okkar krossbönd.. Kvöldið var auðvitað eins og einhver hefði dáið.. Allir mjög langt niðri og vitað mál að þetta getur haft rosaleg áhrif á tímabilið.. Okkur vantaði einn útileikmann áður en hún meiddist þannig að nú vantar okkur 2 og þeir eru ekki að finnast núna viku fyrir fyrsta leik.. Við erum sem sagt bara 4 útileikmenn eins og er og ein sem spilar nánast ekki vörn, eða eiginlega tvær.. Ekkert frábær staða svona rétt fyrir start..

Dagný og Viktor Berg kíktu á okkur í dag.. Moli litli alltaf að stækka og fer bráðum að labba.. Er búinn að taka 3 skref.. Hann hefur allavega nægan tíma til að æfa sig því ekki eyðir hann tímanum í að sofa.. Það eru ekki allir jafn heppnir með svefngen..

Annars bara líf og fjör.. Hanna og Valný í fullu fjöri..
Hilsen
Hrabba

Comments:
God...þetta toppar næstum því 25 ára afmælisdaginn minn... lá í rúminu með ælupest og drullu.... eða hvað??!! hummmmm..... :o)
BTW. miss jú honey...
knús Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?