fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Siglingakeppni á morgun...

Vá hvað ég held að ég verði ekki á heimavelli.. Erum að fara í heilsdags prógramm með liðinu þar sem við lærum fyrst hvernig á að sigla í þessum keppnisbátum... Held að maður þurfi bara að beygja sig einstaka sinnum til að fá ekki draslið í hausinn.. Seinna um daginn er síðan keppt við strákana í Århus GF (Stulla og co).. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt..

Viktoría er að fíla sig í botn í skóladagvistunninni.. Búinn að eignast rosa góðan vin, hann Oliver sem er tveimur árum eldri en hún.. Litli stubburinn minn ekki lengi að ná sér í félaga.. Hún er svo féagslynd þessi elska.. Skil nú ekki hvaðan hún hefur það..

Viktor farin til Íslands að vinna yfir helgina.. Stelpur ef þið reynið við hann þá farið þið beinustu leið á dauðalistann nema Matta og Júlía.. Þær eru löngu búnar að fá undanþágu...

Hilsen
Hrabba

Comments:
Oooohh...ég vildi að þið mæðgur væruð hérna líka Hrabban mín..
En takk annars fyrir veiðileyfið, gott að hafa undanþágu enda mér orðið eðlislægt að reyna við manninn þinn í hvert sinn sem ég sé hann ;)
Heyrði í honum á FM syngja "Þegar ykkur langar" a la Vikki Hólm, ekki laust við að ég teygði mig ósjálfrátt í spil (er komin með tveggjamannakapalsfráhvarfsspilaeinkenni).
Annars styttist óðum í afmæli hjá fósturmóður minni, hef hugann hjá ykkur molinn minn.
Matta
 
Jibbbbíii, þá get ég skorað píu í Galtarlæk. Júlía er nefnilega að fara þangað;)
Kv
Viktor
 
Hitti prinsinn í Galtalæk og þar sem Matta var ekki þar þá reyndi ég við hann fyrir okkur báðar.... sem sagt fyrir allan peninginn he he :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?