föstudagur, ágúst 04, 2006

Siglingameistari..

Aldeilis hressandi að vinna strákana úr Århus GF í siglingakeppninni og bara mjög gaman að prófa eitthvað nýtt.. Byrjaði nú ekki vel þegar ég sá að ég hafði lent með Maríu (stóru) í liði en hún er algjörlega vonlaus í öllu.. Það kom svo fljótt í ljós að hún var engan veginn að þora þessu þar sem hún er ósynd greyið og var bara komin með tár í augun af hræðslu þannig að það endaði bara með því að ég lét þjálfarann taka "drekann" á þetta og við fengum nýjan félaga.. Við tókum þetta bara nokkuð örugglega og uppskárum risastóran verðlaunaramma sem okkur langar mest til að hengja upp á í Arenunni (heimavelli GF).. Eftir verðlaunaafhendingu er svo siður að fleygja sigurvegurunum í sjóinn.. Ekki mikið að gera við því þegar það mæta 3 100 kíló menn og ætla að henda manni út í.. Þar var ég frekar auðveld bráð.. En ekki það að maður verður nú að fara í sjóinn þegar maður er búin vinna..

Kristín greyið var bitinn í nótt og mjög sennilega af könguló þar sem hún vakanaði við kvikindið og fleygði því af sér.. Var bitinn í hendina og er mjög bólgin.. Helv.... pöddur...

Á morgun kemur svo tengdó í heimsókn og ætlum við mæðgur að ná í hana til Billund.. Mikil tilhlökkun enda á ekki að kaupa skólatöskuna fyrr en amma kemur..

Kveð í bili
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?