þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Sigur í Frakklandi..

Unnum mótið í Frakklandi sem var nú bara aldeilis hressandi.. Annars orðin ansi þreytt á þessum ferðalögum og fríhelgi framundan.. Það verður aldeilis næs..
Á morgun kemur Dagný með Viktor litla í heimsókn og mikil tilhlökkun hér á bæ.. Hér er líka líf og fjör þessa dagana.. Hanna og Valný fluttar til Århus og búa hjá okkur til að byrja með.. Ekki slæmt að hafa tvær þrifóðar stúlkur í húsinu..

Svo er bara verið að undirbúa flutning.. Flytjum á föstudaginn eftir viku og auðvitað mikil tilhlökkun að komast í eigið hús..

Var svo örugglega ekki búin að segja frá því að ég er búin að missa vinnuna í leikskólanum og nú er bara verið að leita að nýrri vinnu.. Hef ekki hugmynd um í hverju ég enda, bara í 20 tíma vinnu og þar sem ég get oft fengið frí..

Verð að fara í háttinn.. Kem hress inn á morgun..
Hrabba

Comments:
Til hamingju með sigurinn skvísan mín. Þú verður ekki í vandræðum að finna þér vinnu, því hver vill ekki fá eitt stykki Hröbbu í vinnu :)
 
Takk elskan.. Fer svo ekki að styttast í Danmerkurför hjá ykkur skvísum??
Knús knús
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?