þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Viktoría að fara á kostum..

Barnið alveg að tapa sér þessa dagana.. Er komin í stríð við foreldrana og er alltaf að athuga hvað hún kemst langt.. Þetta er auðvitað mjög sniðugt að gera þegar maður er með gesti því þá erum við nú minna að nenna að standa í svona vitleysu.. Hún var nú samt mjög sniðug á föstudaginn en þá var hún búin að vera endalaust leiðinleg og ætlaði sko alls ekki að fara að sofa þótt klukkan væri að verða 23.. Viktor var búin að reyna að sjatla málin í dágóðan tíma en var alveg búin að gefast upp og var kominn með svipinn sem kemur alltaf rétt áður en hann springur og það finnst Viktoríu alls ekki gaman.. En mín var nú mjög svo sniðug því um leið og svipurinn kom setti Viktoría bara fingurinn upp að munninum og sussaði á pabba sinn og benti honum á að tvíburarnir væru sofandi.. Viktor gafst upp eins og skot og sprakk úr hlátri.. Hún er snillingur..

Annars bara fínt að frétta.. Allir kátir og hressir hérna..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?