fimmtudagur, september 14, 2006

14.sept => 25°hiti => Hrabba brennd

Já lífið er yndislegt hérna í Danaveldi.. Búið að vera geðveikt veður alla vikuna og verður áfram yfir helgina.. Búið að vera heiðskírt og 25° hiti.. Var í fríi í vinnunni og tók hádegisblundinn út í garði á bekknum.. Tæpir tveir tímar og ég er vel brennd í andlitinu.. Ekki slæmt að vera með sólbaðsveður á þessum tíma.. Þetta ætlar að verða ansi gott og langt sumar..

Gengur fínt (eða ekki) að koma okkur fyrir í nýja húsinu.. Tökum þessu rólega.. Hrabban ekkert þekkt fyrir mikið stress..

Vinnan gengur bara mjög vel.. Fínasta vinna og tíminn gengur alveg ótrúlega hratt..
Er ekki búin að lenda í neinum svaðalegum myndum (bara fullt af einhverjum stelpum að pósa berar eða í nærfötum, nóg af þeim).. Viku áður en ég byrjaði lenti Lene (stelpa í liðinu mínu sem vinnur með mér) í að framkalla myndir af 70 ára manni sem hafði aðeins misst sig á vélinni (eða látið félagann um að mynda).. Fyrst komu myndir af honum í gegnsæjum kvennmannsnærfötum þar sem pungurinn hékk út fyrir (mjög huggulegt).. Þetta átti svo bara eftir að versna því svo voru bara einhverjar porno myndir af honum og vini hans á svipuðum aldri.. Eins gott að hann komi ekki til mín að láta stækka eitthvað.. hehehe....

Viktor spurði svo Viktoríu um daginn hvort henni finndist skemmtilegra í leikskólanum eða skólanum... Mín var ekki lengi að svara: LEIKSKÓLANUM.... Nú, af hverju spyr Viktor.. Í leikskólanum var ekki alltaf verið að segja við mig "TI STILLE".. (Vantar eitthvað gott íslenskt orð yfir þetta, ekki sátt við þegja, þögn, hljóð).. Já mín eitthvað full masgjörn eins og pabbinn..

Farin í háttinn..
Yfir og út
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?