laugardagur, september 16, 2006

Byrjuð að kyssa strákana..

Já mín ekkert að hika við þetta.. Var að segja okkur frá því að Thelma vinkona hennar hafi verið að elta strákana í skólanum og kyssa þá.. Þá spyr Viktor: En hvað með þig ert þú ekkert að kyssa strákana? Þá kom nú glott á mína og svo langt júúúú.. Pabbinn samt ekkert farinn að hafa áhyggjur enn..

Erum núna að horfa á Önju Andersen í sjónvarpinu.. Kerlinginn slakar aldrei á í vitleysunni.. Um daginn ætlaði hún að banna tv3 að sýna Slagelse leiki vegna þess að áhorfið er ekki nógu gott.. Liðin fá fullt af peningum fyrir sjónvarpsleiki og það ætti nú að vera nóg fyrir flesta.. En auðvitað ekki hana.. Svo var viðtal við hana áðan og þá var hún að segja að hún væri ekki á bekknum í öllum leikjunum.. Hundurinn hennar er búin að vera eitthvað slappur og stundum þarf hún bara að vera heima hjá honum.. Við erum að tala um að þessi blessaði hundur hennar situr oft í farþegasætinu á meðan kærastan hennar þarf að sitja aftur í.. Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að víkja fyrir einhverjum hundi.. Viktor yrði fljótt látinn fara..

Fórum í dag í 4 ára afmæli til Ása Goða.. Rosa gaman og Guðný með rosalegar kræsingar (svo sem ekki við öðru að búast).. Mikið búið að éta í dag sem sagt..

Veit ekkert hvað ég á að bulla svo ég kveð i bili
Hrabba

Comments:
Til hamingju með nýja húsið. Á ekkert að fara skella inn myndum af slotinu fyrir okkur sem tímum ekki að splæsa í ferð til að skoða höllina?
 
Viltu hafa stjorn a TEINGDARDOTURMINI
kVEDJA Gudføduri
 
Dóttirin farin að gera allt vitlaust í skólanum og mamman á vellinum...?! Aumingja Viktor....hihi
kveðja Tinna
 
Erna mín þú veist nú hvað við erum rosalega snögg að öllu.. Skelli inn myndum þegar það er orðið aðeins heimilislegra hjá okkur..

Davíð minn ég skal reyna að hafa stjórn á henni.. En þú þekkir þetta nú...

Já Tinna mín greyið Viktor.. En hann valdi nú að giftast geðsjúklingi.. Nú verðum við bara að vona Viktoría verði ekki eins..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?