mánudagur, september 04, 2006
Erfiður dagur að baki
Já hver haldið þið að þetta sé með doppótta hattinn???? Jú jú mikið rétt... þetta er engin önnur er drottningin í Dene!! Drollan gerði sér lítið fyrir og heimsótti bæinn okkar í dag. Við fórum að sjálfsögðu niður eftir að kíkja á kelluna. Það er allt búið að vera á öðrum endanum í bænum útaf komu hennar í bæinn, allar götur nálægt bænum voru lokaðar og 15.000 manns mættu til að kíkja á drottninguna og vorum við ein af þessum vitleysingum:) Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Gunnar var spenntur....
Fyrsti deildarleikurinn okkar á móti Slagelse endaði með 4 marka tapi, 26-22 og voru allir voða ánægðir með það:) Það var voða gaman að fá að taka þátt í þessu eftir árs pásu frá boltanum, nú er bara að halda áfram á réttri braut... næst eru það fyrrum félagar Hafdísar GOG á heimavelli á mánudaginn.
Annars er búið að vera brjálað að gera hjá okkur í dag, eftir æfingu þá þurftum við Gunnar Berg að fara að sinna Modelstörfum, sem var frekar fyndið. Við vorum í litlu magasíni niður í bæ og þurftu allir nýir leikmenn í Holstebro að kynna nýju Hummel línuna. Sýningin fór þannig fram að við komum niður rúllustiga og þurftum svo að labba nokkrar umferðir á einhverjum sýningarpalli með bros á vör! Já við skötuhjú erum sko að gera góða hluti hér í Danmerku. Nú er bara að bíða og sjá hvort að Hummel-línan rjúki ekki út eins og heitar lummur eftir góða frammistöðu okkar Gunnars.
Brjálaði bloggarinn kveður að sinni..... mér finnst eins og ég sé óstöðvandi núna. Hey og takk fyrir kommentin síðast
Kveðja Bloggandi Degs.
Comments:
<< Home
Halló halló, frábært að þú sért mætt á svæðið. Nú er komin alveg margföld ástæða til að gera sér ferð til ykkar Danabúa fljótlega. :))
Kveðja Monika.
Skrifa ummæli
Kveðja Monika.
<< Home