laugardagur, september 02, 2006
Kellan er enn á lífi....
Já nú er það Dagný sem skrifar fyrir hönd Hrebs, þar sem hún er ekki í netsambandi þessa vikuna! Svo sem kominn tími til að kellan láti þjóðina vita að hún sé á lífi.
Kellan með litlu fjölluna sína í eftir dragi er búin að koma sér vel fyrir í Danmerku. Erum í fínni íbúð ekki langt frá miðbænum, svo það er bara hið besta mál. Næst á dagskrá er að koma sér inn í dönskuna.... kellan er ekkert farin að tala mikið enn þá en ég skil mikið. Hausinn á mér er alveg soðinn af þýskunni, en þetta ætti vonandi að fara að koma allt saman. Mér skilst að það eigi að senda okkur úllana í dönskunámskeið, mér sýnist að það veiti ekki af! En það verður bara gaman, við Gunni förum ásamt tveim Hollendingum og einni Japanskri úr liðinu mínu.... við verðum flott þarna með slæðugenginu!
Af Molanum er það að frétta að hann verður náttúrlega bara flottari og flottari:) Minn er búinn að taka sín fyrstu spor, heil 3 skref. Múttan náttúrlega að rifna af stolti. En minn varð heldur betur fyrir barðinu á einni vespu í gær..... össs bölvuð vespan beit hann fyrir ofan vörina og hann bólgnaði svona svakalega upp, hann var eins og Bobba í Forest Gump.... tengdapabbi fékk algjört sjokk þegar hann sá nafna sinn, varð maður náttúrlega að róa karlinn niður og kíkja með barnið til læknis. Bólgan var svo farin þegar við komum heim frá lækninum sem gerði ekki neitt nema að róa karlinn, já og mig kannski pínu.
Handboltinn fer svo af stað á morgun, við eigum leik við ekki slakari lið en Slagelse. Hóst hóst....og þetta er sjónvarpsleikur. Svo maður er frekar spenntur núna, búist við fullri höll og alles. Kellurnar í liðinu mínu eru alveg að tapa sér, við erum að tala um að það eru nánast allar búnar að lita á sér hárið, klippingu og stunda bekkina.... þetta er bara eins og heima???
Jæja ég hef þetta fínt í bili, ágætis byrjun held ég bara hjá kellunni sem er ekki búin að blogga í ár.... nú ef ég á að halda vikuna út þá vil ég fá einhver komment, annars nenni ég þessu ekki:) Koma svo!
Best að fara að sinna litlu syst og Valnýju sem eru í heimsókn hjá mér þessa helgina.
Kveð í bili Dagný
Kellan með litlu fjölluna sína í eftir dragi er búin að koma sér vel fyrir í Danmerku. Erum í fínni íbúð ekki langt frá miðbænum, svo það er bara hið besta mál. Næst á dagskrá er að koma sér inn í dönskuna.... kellan er ekkert farin að tala mikið enn þá en ég skil mikið. Hausinn á mér er alveg soðinn af þýskunni, en þetta ætti vonandi að fara að koma allt saman. Mér skilst að það eigi að senda okkur úllana í dönskunámskeið, mér sýnist að það veiti ekki af! En það verður bara gaman, við Gunni förum ásamt tveim Hollendingum og einni Japanskri úr liðinu mínu.... við verðum flott þarna með slæðugenginu!
Af Molanum er það að frétta að hann verður náttúrlega bara flottari og flottari:) Minn er búinn að taka sín fyrstu spor, heil 3 skref. Múttan náttúrlega að rifna af stolti. En minn varð heldur betur fyrir barðinu á einni vespu í gær..... össs bölvuð vespan beit hann fyrir ofan vörina og hann bólgnaði svona svakalega upp, hann var eins og Bobba í Forest Gump.... tengdapabbi fékk algjört sjokk þegar hann sá nafna sinn, varð maður náttúrlega að róa karlinn niður og kíkja með barnið til læknis. Bólgan var svo farin þegar við komum heim frá lækninum sem gerði ekki neitt nema að róa karlinn, já og mig kannski pínu.
Handboltinn fer svo af stað á morgun, við eigum leik við ekki slakari lið en Slagelse. Hóst hóst....og þetta er sjónvarpsleikur. Svo maður er frekar spenntur núna, búist við fullri höll og alles. Kellurnar í liðinu mínu eru alveg að tapa sér, við erum að tala um að það eru nánast allar búnar að lita á sér hárið, klippingu og stunda bekkina.... þetta er bara eins og heima???
Jæja ég hef þetta fínt í bili, ágætis byrjun held ég bara hjá kellunni sem er ekki búin að blogga í ár.... nú ef ég á að halda vikuna út þá vil ég fá einhver komment, annars nenni ég þessu ekki:) Koma svo!
Best að fara að sinna litlu syst og Valnýju sem eru í heimsókn hjá mér þessa helgina.
Kveð í bili Dagný
Comments:
<< Home
Long time no....alltaf gaman að heyra fréttir af kellu :)Leyðinlegt að missa ykkur til Dene en það verður að hafa það. Gangi þér vel í boltanum og haltu áfram að vera dugleg að skrifa.
eibba og co
eibba og co
gaman að heyra frá þér loksins á blogginu, er svo alltaf að kíkja á barnalandið líka, hafið það gott í danaveldi :)
kv/Hulda hrönn
kv/Hulda hrönn
Flott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur. Ég byrjaði í svona dönskunámskeiði hérna er reyndar hætt núna var ekkert að græða á þessu en guð minn góður fólkið sem að ég var með einn gaur frá Congó, kona frá Írak með slæðu og allan pakkann, ein frá Póllandi og ein frá Litháen þetta var vægast sagt fróðlegt hehe. Flott að fá blogg frá þér.
Kveðja frá næstum því nágranna í Skive... Ragnhildur
Kveðja frá næstum því nágranna í Skive... Ragnhildur
Blessuð kella.
Heyrðu helduru að kellan hafi ekki bara verið að horfa á imbann í dag og rekist á handboltaleik í dk, þar sem ég þóttist nú kannast við taktana hjá þessarri nr. 15. Þið stóðuð ykkur vel, ánægð með þig.
Það er snilld að það gengur svona vel, hlakka til að sjá nýjar myndir af molanum.
Gangi ykkur allt í haginn, og sjáumst um jólin vonandi, kellan verður nú að sjá okkur í FH spila eitthvað...
kan du ha det rigtig godt.
Heyrðu helduru að kellan hafi ekki bara verið að horfa á imbann í dag og rekist á handboltaleik í dk, þar sem ég þóttist nú kannast við taktana hjá þessarri nr. 15. Þið stóðuð ykkur vel, ánægð með þig.
Það er snilld að það gengur svona vel, hlakka til að sjá nýjar myndir af molanum.
Gangi ykkur allt í haginn, og sjáumst um jólin vonandi, kellan verður nú að sjá okkur í FH spila eitthvað...
kan du ha det rigtig godt.
usss.....ánægð með gömlu meira svona. ég sé tengdó alveg fyrir mér þegar barnið var bitið...... kölluðu þau ekki á sjúkrabíl :- ) en frábært að sjá þig blogga aftur. bíð spennt eftir næsta pistli : -) sem verður eftir ár.... ég treysti á hröbbu hún pressar á þig. kveðja Jona Magga
Mín er sátt við góð komment, því ákvað mín að halda aðeins áfram með skrif:)
- gaman að fá kveðjur frá gamla góða Deutschlandinu. Knús til ykkar beggja og gangi ykkur vel í boltanum í vetur:)
- Hulda mín þú færð auka punkt fyrir að fylgjast svona vel með Molanum:) Vonandi hittumst við eitthvað þegar ég kem heim næst. Síðast hitting var bara helvíti fín og á ég nokkrar góðar myndir frá því kvöldi:)
- Til nágrannans Ragnhildar.... já þetta verður örugglega svolítið "spes" þarna í skólanum. Tippa á 50% slæðugengi:)
Við þurfum að fara að plana hittingu, það er allt of stutt á milli okkar.
- Já Hafdís, þessi sæta nr:15 hefur nú ekki farið fram hjá þér..
Þú mátt eiga svo von á kellunni með fánann upp í stúku í des.
Gaman að heyra að þú fylgist svona vel með Molos, var einmitt að setja nýjar myndir inn
- Og elsku besti Sambóinn minn, hún Jóna mín. Nú munu pistlarnir renna út hjá Döggunni. Knús knús og takk fyrir símtalið í gær:)
- Takk Harpa mig veitir ekki af peppi til að fara að snakka þessa dönsku. Mailið mitt er núna das3@hi.is Láttu það flakka:)
Knús og kossar til ykkar allra
Kveðja Bloggfríður Jóns
Skrifa ummæli
- gaman að fá kveðjur frá gamla góða Deutschlandinu. Knús til ykkar beggja og gangi ykkur vel í boltanum í vetur:)
- Hulda mín þú færð auka punkt fyrir að fylgjast svona vel með Molanum:) Vonandi hittumst við eitthvað þegar ég kem heim næst. Síðast hitting var bara helvíti fín og á ég nokkrar góðar myndir frá því kvöldi:)
- Til nágrannans Ragnhildar.... já þetta verður örugglega svolítið "spes" þarna í skólanum. Tippa á 50% slæðugengi:)
Við þurfum að fara að plana hittingu, það er allt of stutt á milli okkar.
- Já Hafdís, þessi sæta nr:15 hefur nú ekki farið fram hjá þér..
Þú mátt eiga svo von á kellunni með fánann upp í stúku í des.
Gaman að heyra að þú fylgist svona vel með Molos, var einmitt að setja nýjar myndir inn
- Og elsku besti Sambóinn minn, hún Jóna mín. Nú munu pistlarnir renna út hjá Döggunni. Knús knús og takk fyrir símtalið í gær:)
- Takk Harpa mig veitir ekki af peppi til að fara að snakka þessa dönsku. Mailið mitt er núna das3@hi.is Láttu það flakka:)
Knús og kossar til ykkar allra
Kveðja Bloggfríður Jóns
<< Home