fimmtudagur, september 21, 2006

Kellan er farin að eldast!


Já þessi litli gemlingur er byrjaður á leikskóla og finnst honum það algjört ÆÐI! Er að fíla sig vel innan um hina krakkana:) Úfff en tilhugsunin um að Daggan sé að fara að sækja foreldrafundi og allan pakkan minnir hana á að hún er orðin svolítið gömul! Ég ætla bara rétt að vona að barnið fari ekki að kyssa hitt kynið eins fljótt og stór frænkan í Arhus.... veit ekki hvernig ég myndi taka á þeim málum!!

Það helsta er að frétta að fjarnámið hjá mér er byrjað á fullu og var ég að komast að því að ég er með einum fanga í einu fagi. Fyrst fannst mér það ansi töff..... ég meina batnandi fólki er best að lifa og allt það, en þegar ég komst að því að maðurinn situr inni næstu 4 árin fyrir að hafa misnotað börn þá fór um mig hrollur! Þessir menn fá enga samúð hjá mér, því miður!

Næsti leikur er svo á móti Randers á morgun og svo er frí helgi nánanst, ætlum að reyna að nýta það vel:)

Þangað til næst
Dagný

Comments:
oooo hvað molinn er sætur :) maður saknar hans ekkert smá mikið.. og jú kannski þín líka pínulítið :)

luv Guðrún Drífa
 
obboslega er mar fallegur! en gangi ykkur vel í kvöld Dagný, ég mun fylgjast með leiknum í sjónvarpinu ef Viktor nær að stilla það! Síðan kem ég yfir á þriðudaginn held ég.
Kv.Hæja
 
Vá hvað hann er sætur drengurinn, algjört bjútí!!
Kv. Sóley
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?