mánudagur, september 11, 2006

Til hamingju Gunnur


Yndislega vinkona mín Gunnur og eiginmaður hennar Binni Geirs eignuðust gullfallega stelpu í gær. Til hamingju með það dúllurnar mínar. Ég gat ekki beðið með að versla sængurgjöf á skvísuna svo mín fór í dag að verlsa á prinsessuna......hlakka ekkert smá til að sjá skottuna.
Annars allt það fína að frétta af okkur. Við fórum í gær til Silkeborgar að heimsækja Beggu og Bjarna. Þau eru búin að koma sér vel fyrir í þessari líka yndislegu borg Silkeborg.... Vááá þetta er ekkert smá kósí borg, þarf að koma þarna við aftur og fara jafnvel í siglingu, Gunnar alveg æstur í það! einmitt! Karlmenn...!
Já við litum aðeins á bæinn og fórum svo á fótboltaleik með Silkeborg. Fínn sunnudagur og eigum við pottþétt eftir að kíkja á þau aftur.... Takk fyrir okkur Begga mín, svo myndó skvísí:)
Handboltafréttir eru þær að við vorum að tapa fyrir GOG heima 31-23, já átta marka tap staðreynd og allir bara nokkuð sáttir við að hafa spilað vel í 45 min, en staðan var 17-18 þá. Kellan spilaði í ca.25 mín og náði að setja 2. Skil ekki hvernig er hægt að vera sáttur við að tapa...en Danir eru svolítið spes í þessu. Það er ekkert allt of mikil trú til staðar. En svona er lífið, stundum tapar maður og stundum vinnur maður:)
Ég má til með að tjá mig aðeins um eitt atriði sem er svolítið nýtt fyrir mér í boltanum.... þannig standa málin að við erum með tvo unga þjálfara sem eru bara fínir og allt gott með það en þeir höfðu samband við Personale Manden til að hjálpa okkur við að halda okkur í deildinni. Já nú eru margir að pæla hvað Personale Manden er.... ætla að reyna að útskýra það: Við erum að tala um sálfræðinga sem taka hvern leikmann í próf og finna út hvernig leikmaður þú ert, þá er verið að tala um er hún mikil keppnismanneskja, leiðtogi, félagsvera og svo frv. Og svo þurfa allir að tjá sig hvernig típa þú ert, hvað fer í taugarnar á þér, hvað þurfa aðrir að laga svo þér líður betur á æfingu og bla bla.... minnir svolítið á tjáningu 102 í menntaskóla. Þessir gæjar elta okkur gjörsamlega út um allt, þeir mæta og horfa á æfingu og eru með skrifa eitthvað í dagbókina sína, svo eru þeir með Video-upptöku á okkur í leik, inn í klefa fyrir leik og í hálfleik. Svo er einn með diktarfón fyrir aftan bekkinn og blaðrar um hvernig við stöndum okkur á bekknum, er Daggan að peppa á réttum tíma eða ekki???? Já þetta er frekar nýtt fyrir manni og eru þeir stanslaust að bjóða aðstoð sína.... Dagga mín þarftu að tjá þig eitthvað? Viltu losa einhverja spennu??? Spurning hvort Habba Kriss endi í þessu starfi.... sé Höbbu sála alveg fyrir mig með diktafóninn:)
Hef þetta gott í bili í kvöld, hafið það gott
Daggan

Comments:
þetta finnst mér nú full langt gengið, ertu rekin ef þú kemur ekki vel út??? hvernig er Daggan að koma útúr þessum prófum....ég giska á neikvæður fýlupúki sem peppir aldrei hehehehe

eibban
 
uss Habban veit nú ekki með þetta, Virkar svoldið ýkt. Er ekki alveg samkv mínum skruddum! En hver veit, ég hef gott tak á diktarfóninum og þyki einning listrænn tökumaðu!
 
jisús minn hvað þetta er danskt....ekki láta þá setja þig út af laginu, þú ert íslendingur og kannt þetta....segðu þeim bara að taka mynd af þér og sýna hinum svo hvernig á að haga sér...sérstakelga eftir tapleiki...hálfvitar þessir danir
 
Ég segi bara velkomin til Danmerkur Dagny min svona er þetta endalaust alveg otholandi oft allir ad tja sig endalaust tala tha ekki um atvinnuvidtol sem eg er buin ad vera i nuna i halft ar endalaust bladur um thig og i hverju thu ert god og ræræræ og hall for i 4 svona personuvidtol hja SAS til ad verda flugfreyja!!
En mus gangi ther rosa vel med thetta allt, Sendi risa knus fra klakanum Sigga Birna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?