þriðjudagur, október 10, 2006

Degs v.s Hrebs


Þá er komið að því, systraslagur á morgun. Arhus og móti Holstebro, búin að bíða eftir þessu lengi að fá að taka aðeins og kellunni:) En ég spilaði síðast á móti henni fyrir 5 árum......þá var hún í Val og ég í Íbv og að sjálfsögðu vann ég þá...hóst hóst.... smá sálfræði á þá gömlu!
Annars allt það besta að frétta. Mamma var hjá okkur í viku og var voða fínt að hafa hana. Gerðum nú ekki margt, en höfðum það voða næs meðan hún var hjá okkur. Molinn náttúrlega alsæll að fá ömmu gömlu:)
Dönskunámið er svo komið á fullt hjá okkur Gunnari og er Gunnther bara í því að finna góðar afsakanir á kvöldin til að geta skrópað. Meira metnaðarleysið í karlinum. En ég held að ástæðan sé sú að hann er fúll yfir því að kennarinn tók mig í stöðupróf til að hækka mig um bekk en ekki hann:)
Þangað til næst
Dagný

Comments:
Ahahahahaha!!! er Gønzó thá eftir med øllum pakistønunum.. tihii!!!

Vid mætum i kvøld,
Stullinn er víst lukkudýr SK Århus, og hringdi Vikki diskó í gær til thes ad tryggja ad dýrid mætir á svædid... thad á sko ekki ad tapa á móti lillu systir...

Lofum samt ad klappa thegar thú brillerar eikkad Dagga mín:o)

Løve Matthildur
 
Gaman að sjá hvað #15 breiðist út í fjölskylduna...bara flottasta fólkið sem getur borið þetta númer :)

#15 í Germany
 
Váááá hvað þið eruð líkar!!! Ég held reyndar að þetta sé ein og sama manneskjan... eða hvað? Jú... NEI, ÉG GET BARA EKKI SÉÐ ÞAÐ ÚT!
 
Nákvæmlega þið eruð alveg eins þarna var smá tíma að sjá hver væri á myndunum, ég sem þekkti alltaf Dagný og Drífu í sundir! Hvað er að gerast þarna í DK gerir nálægðin ykkur svona líkar eða???
Knús gamla barnapían
Jónína frænka
 
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að myndin er stærri af þér Dagný... Ertu að senda stóru systir einhver skilaboð????

Kv. Sibba frænka
 
Já þetta er alveg rétt hjá ykkur. Maður er farin að líkjast big syst eitthvað! Tók einmitt eftir því á þessari mynd.... mér hefur annars sjaldan verið líkt við hana! Ætli þetta sé ekki loftið í Den.

Takk fyrir mætinguna í gær Matthildur, fann fyrir góðum straumum frá þér í gær:) Það hefur sennilega komið þér á óvart að Gunnther hafi ekki verið með e-n bekkjarfélaga (pakista) mér sér á leiknum:)

Það var 15 eða 17 sem kom til greina fyrir Dögguna..... kellunni var hugsað til þín Eibban mín.
Grusse Dagný

Vona að þú sért búin að ná áttum Ásdís..... man einmitt þegar þú skoðaðir einu sinni mynd af mér frá Frakklandi þá spurður þú einhvern í landsliðinu hvort þetta væri enn ein systirir:=) Daggan er sem sagt með mörg lúkk.... bara svona eins og fyrirsæturnar sko:)

Eins og ég segi Jónína þá veit ég ekki hvað er að gerast..... veit ekki hvort þetta lofar góðu eða slæmu að vera líkt við Hröbbuna:)
Knús til ykkar frænkur:)

Sibba mín bara svona til að útskýra mál mitt, þá er myndin af henni Hröbbu í stóru sniði en mín í því minnsta....kunni ekki að breita þessu.
Össss.... ég færi nú ekki að senda big syst einhver skilaboð, þú veist hvað það hefur í för með sér
Knús í sveitasæluna.

Þar hafið þið það elskunar mínar.
Kveðja Dagný
 
Jiiii ég var búin að skoða þessa mynd 10 sinnum og ég hugsaði bara já Dagný vill ekki setja inn mynd af sér heldur setur hún bara 2 myndir af Hrebs.... klikkuð þessi sambó ég er bara ekki alveg að ná þessu mér finnst þetta bara vera 2 myndir af Hrebs.
Kveðja John (sambó)
 
Og hvernig fór svo leikurinn?
 
Hefði nú verið gaman á vellinum og sjá systraslaginn!! Og halló ég er ekkert smá sammála Ásdísi shit hvað þið eruð líkar, þufti alveg að rýna í myndina til að sjá hver var hvað. Jiii en ekta Gunnar eitthvað að reyna að skrópa dísess haha alveg ábyggilega að missa sig í þessu gífurlega flotta máli, hvað ég hataði það fyrst. Æi hlakka til að koma aftur til Den og heimsækja ykkur.
Sendi risa knús frá klakanum, gangi ykkur rosa vel, Knús knús Sigga Birna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?