sunnudagur, október 22, 2006

Frábær helgi..

Já búnir að vera skemmtilegir dagar undanfarið.. Viktor fór frá mér á miðvikudagskvöld en ég þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur því Teddi og Auður pössuðu mig á meðan.. Auður kom á sunnudaginn og Teddi síðan á miðvikudaginn, þau fóru svo heim í dag.. Alveg frábært að hafa þau hérna og gærkvöldið var alveg frábært.. Héldum matarboð hérna og fengum til okkar góða gesti: Lindu, Jón og Helgu Báru (allt fimleikafólk úr Gerpu sem ég hef ekki séð í mörg mörg ár) og svo Heimi Árna.. Teddi og Heimir sáu um kjöt, sósu og kartöflur á meðan ég sá um meðlæti og desert.. Svo var kjaftað og spilað til morguns.. Ég, Teddi, Auður og Heimir spiluðum til að verða 6 en þá vorum við nú líka orðin mjög þreytt.. Ég og Heimir að fara á kostum í öllum "parakeppnum" kvöldsins.. Algjörlega ósigrandi í Buzz, fótboltaspilinu og Partners.. Og eins og okkur leiðist nú báðum að vinna..

Í dag var svo afmæli hjá Viktori Berg ofurtöffara.. Dagný var búin að undirbúa heila fermingarveislu.. Þvílíkt magn af kræsingum og ekkert smá gott hjá kellunni.. Nóg af góðum gestum og bara líf og fjör í Holstebro..

Já gleði í Danaveldi
Hrabba

Comments:
ég heimta myndir, thar sem ad ég gleymdi myndavélinni minni heima...

:o)

Thá get ég stolid...

Matthildur

p.s Taaaaakk ædislega fyrir okkur Dagný, Gunnar og viktor...

Lovelý
 
Hrabba, hvað er símanúmerið þitt?

Mömmu vantar það svo, hún er að koma til DK.

Kv. Hafdís Hinriks.
 
Hva.... bara hættar að blogga????

Kv. Sibba frænka
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?