fimmtudagur, október 05, 2006

Guli kagginn á heimilinu!


Hvernig finnst ykkur.....Molinn var að fá sitt fyrsta hjól! Svo nú þarf litli karlinn bara hjálm þá er minn tilbúinn á götur bæjarins! Já minn þarf sko að vera í takt við tískuna í Den! Allir á hjóli:)
Annars lítið að frétta, ákvað bara að henda inn nokkrum línum til að hressa Hröbbuna við!
Mín er búin að vera með gestagang síðustu daga. Við vorum svo heppin að fá þjóðverja til okkar yfir helgina. Þessar elskur, þá erum við að tala um x-grannar okkar keyrðu til okkar í 12 tíma til að vera frá Laugardegi til Mánudags. Svo komu mamma og Hanna til okkar á þriðjudaginn og verður mútta hjá okkur til Mánudags. Nóg að gera í gestamóttöku Dagfríðar! Sem er náttúrlega bara fínasta mál:)
Hef þetta stutt að þessu sinni. Kem með eitthvað djúsí næst!
Kveðja Dagný

Comments:
Eru engir pedalar á hjólum í danmörku?
 
Nei nei engir pedalar, minn á að nota fæturnar.....ekki seinna vænna að byrja að brenna barnaspíkinu:)
Svona eru víst ungbarnahjólin í Þýskalandi!
Kveðja Dagný
 
GEÐVEIKT hjól.. Hlakka til að sjá molann sprettandi á gulu þrumunni..
 
Það er ekki seinna vænna;)Bara flott hjól!!
Hafið það gott
Ebba og co
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?