þriðjudagur, október 10, 2006

Vá hvað fólk getur verið klikkað..

Horfðum á rosalegan þátt í gær um fótboltabullurnar í Englandi.. Ótrúlegt hvað fólk getur verið klikkað.. Skil ekki alveg af hverju það er svona mikilvægt að tengja slagsmál við fótbolta af hverju geta þeir ekki bara slegist annars staðar.. Það var líka talað við einhverjar bullur sem voru að lýsa því yfir hvað þetta væri nú samt ekki eins skemmtilegt og áður.. Núna eru bara fullt af einhverjum fjölskyldum á leikjum og það var alveg hræðilegt að sjá börn á leikvanginum með pylsuna sína.. Svo er auðvitað alltaf haugur af löggum sem eru að passa upp á þessa vitleysinga sem eru einungis komnir til að slást við aðrar klíkur (þeir mega þó eiga það að sjaldan verður saklaust fólk fyrir barðinu á þeim).. Ég skil ekki alveg af hverju þeim er ekki bara leyft að stúta hvor öðrum, það yrði þá bara alltaf nokkrum fíflunum færra.. Þetta eru alltaf sömu gaurarnir og um að gera að láta farga þeim.. Leyfa þeim bara að slást og passa upp á bílana og dauðu hlutina sem vilja oft verða fyrir barðinu hjá þeim þegar þeir fá ekki að slást við hinar klíkurnar.. Oh bara ef allir væru jafn sniðugir og ég.. Þá væri sko mörgum fíflunum færra í þessum heimi..

Svo verð ég nú að segja að það kom mér mest á óvart klæðaburðurinn á þessum bullum.. Hélt alltaf að þeir væru í fótboltatreyjum en heldur betur ekki því það er þvílíkt dresscode hjá þeim.. Þetta eru þvílíkir snobbarar sem eru bara í merkjavörum og mjög algengt að sjá þá í Burberry, LaCost og man reyndar ekki meira.. Þannig að hugsið ykkur tvisvar um áður en þið mætið í Burberry jakkanum ykkar á völlinn.. Löggan spottar ykkur allavega..

Verð svo að segja frá því að ég var að framkalla í vinnunni í dag bara eins og vanalega nema hvað að ég er að framkalla þessar fínu brúðarmyndir þar sem brúðurin er hin glæsilegasta.. En svo kom hið skelfilega í ljós.. Aftan á kjólnum var risastórt op (sem átti að vera) og þar gat maður séð risastóran djöful tattúveraðan á bakið á henni.. Vá hvað þetta var hræðilegt og bara óviðeigandi í kirkjubrúðkaupi eða kannski er það bara ég... Ég á líka bara erfitt með að skilja að einhver vilji láta tattúvera eitthvað svona forljótt á sig.. Og spáið í hana þegar hún er orðin gömul í sundi með risastóran djöful á bakinu.. Vá þessi var nú hress í gamla daga..

Jæja hætt að bulla..
Hrabba

Comments:
Ég sá geggjaða fótboltabullu mynd sem ég mæli með hún heitir Green Street Huligans(veit að þetta er rangt skirfað)en þessi mynd var ótrúleg ég var bara í sjokki eftir hana. en mæli með henni víst þú ert byrjuð að horfa á svona myndir
kveðja Jóna Margrét
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?