miðvikudagur, október 04, 2006

Veit ekki hvað er að gerast..

Búin að setja nýtt met í bloggleti.. Er eitthvað voðalega tóm þessa dagana.. Margt að pirra mig og þá er ekkert eins gaman að skrifa..

-Er orðin mjög þreytt á þessu blessaða verkfalli.. Alls ekkert sniðugt þegar mamma er farin til Holstebro..

-Handboltinn að pirra mig mikið.. Endalaus meiðsli og við erum að spila með þrjá línumenn í vörn sem þýðir nánast engin önnur bylgja.. Þetta er alls ekki að henta mér og er bara leiðinlegt..

-Vélarnar í vinnunni búnar að vera að stríða mér síðustu daga og ég sem hata vesen..

-Ég er ennþá jafn léleg í fótboltaspilinu.. Er ekki að meika það..

-Og talandi um vesen þá er TDC að gera mig geðveika.. Búin að eyða endalaust af símtölum í þessa vitleysinga útaf rugli á netinu hjá mér.. Alltaf svo hægt og leiðinlegt og oft að detta út.. Er tvisvar búin að láta hraða á tengingunni og borga þá auðvitað meira á mánuði en það hefur ekki gert neitt gagn.. Nú erum við búin að komast að því að þetta er helv...... routerinn sem ég keypti í búðinni þeirra á rúmar 10.000 krónur. Og ekki nóg með það að fyrsti routerinn sem ég fékk var gallaður og var tengdapabbi búinn að eyða endalausum tíma í að koma þessu netdrasli í gang á sínum tíma.. Ég er sem sagt búin að vera að dæla peningum í þessa vitleysinga útaf einhverju gölluðu drasli sem þeir seldu mér á sínum tíma.. Er að íhuga að vera með læti.. Hef áður tekið mig til og æst mig við þá og stórgræddi á því þannig að það er spurning að finna fram gribbuna..

En það jákvæða er að sjónvarpið er loksins komið í lag og við komin með allar 52 stöðvarnar okkar.. Verður samt ekki aftur tekið að Gunnar Berg missti af þessari blessuðu golfkeppni um daginn.. Það vantaði bara tárin, slík voru vonbrigðin..

Annað jákvætt er blessað veðrið. Það er ennþá ca.17° þannig að það er allavega smá bið í úlpuna, vettlingana og hitt draslið..

Er farin að lúlla
Hrabba

Comments:
jamm hrabba mín það er nú súrt þegar þú ert farinn að blogga sjaldnar en durgurinn...... og er ekki öruggt að sófinn er laus fyrstu vikuna í nóv....kv. durgurinn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?