sunnudagur, október 15, 2006

Viktor að meika það sem tömrer..

Já er að smíða sig vitlausan þessi elska og var verðlaunaður í vikunni með 25 prósent launahækkun sem er nú ekkert sem gerist oft í þessum lærlingabransa.. Er svo stolt af þessari elsku og veit að mamma hans fellir eflaust tár heima í Gvendargeislanum..

Í gær var fullt hús af fólki en Hanna hélt upp á tvítugs afmælið sitt hérna.. Mjög gaman og mikið hlegið (og mikið spilað í fótboltaspilinu).. Saga kvöldsins verður seint toppuð en ónefndur aðili kom með þessa líka viðbjóðis sögu:
Já hún svaf einu sinni hjá strák, bara svona einnar nætur gaman, og þegar þau vöknuðu um morguninn var strák greyið alveg eins og aumingi og staulast fram úr.. Hún finnur fyrir einhverju blautu á hnénu á sér og lyftir upp sænginni en þá var gæinn búinn að drulla í sig og hún með drullu á hnénu.. Vá hversu óheppinn er hægt að vera??? Eða ekki? Þegar við vorum búnar að vera að hneykslast á þessu í lengri tíma þá kom bara í ljós að allar þessu ungu stelpur vissu um svona tilfelli og meira að segja ein um þrjú.. Já ágætu lesendur það er komin ný kynslóð.. Kynslóðin sem skítur í sig.. Mjög eðlilegt.. Ég er allavega hætt að vera leið yfir því að vera orðin gömul..

Eins og flestir ættu að vera búnir að taka eftir þá er komið nýtt lúkk á síðuna.. Er þetta ekki bara að gera sig eða saknið þið gömlu góðu?? Við Dagný vorum að bralla þetta í dag og ákváðum í leiðinni að reka Drífu og Hönnu.. Erum ekki sáttar við þeirra framlag..

Kveð í bili
Hrabba

Comments:
Viktor sinn svo duglegur ! síðan er mjög flott svona, ánægð með ykkur :)

kveðja, Monika.
 
Sko... Ég hef heyrt að þeir sem séu í fíkniefnum fái mjög oft alveg roooooosalega drullu sem er ekkert hægt að ráða við... Sem gæti einmitt verið mjööööööög leiðinlegt í svona one-night-standi! Þess vegna eru líka svona mörg klósett á flugvöllum eins og eftir sprengiárás!!!

Skemmtilegt komment?
 
Hæhæ rakst á síðuna ykkar og varð auðvitað að kvitta fyrir mig ;) O gjá Hanna til hammara með ammara ;)
Kv Margrét Inga Ósabakka nágranni
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?