þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Barcelona..

Já engin tími fyrir þetta blessaða blogg mitt.. Er búin að vera mikið á faraldsfæti undanfarið.. Fyrst í Hollandi og svo í Barcelona um helgina.. Þvílík snilldarferð hjá mér, Döggunni og börnum.. Gistum hjá henni Röggu minni og fór auðvitað mjög vel um okkur í "litla" kofanum hennar.. Fórum rosa flott út að borða á laugardaginn og skelltum okkur á djammið.. Þvílíkt stuð og Ragga fór hreinlega á kostum.. Gat verla labbað út af síðasta staðnum sem var b.t.w Salsabar því ég hló svo mikið.. Við erum að tala um að eitt stykki dvergur og eitt stykki Elvis voru eins og flugur á skít á henni Röggu minni og þið getið rétt ímyndað ykkur upplitið á minni.. Hélt ég myndi andast úr hlátri..

Svo var það Barcelona leikurinn á sunnudaginn og ekki vorum við óheppnar með leik þar.. Fjögur mörk, tvö rauð og slagsmál.. Allt á suðupunkti í stúkunni og Dagný mín var bara fyndin... Hefur aldrei farið á svona stóran leik áður og það var eins og hún væri að horfa á börnin sín keppa.. Þetta voru bara strákarnir hennar..

Náðum að versla okkur margt fínt og var Mango að koma gríðarlega sterk inn.. Mjög ánægð með kaupin..

Dagný var aðallega á myndavélinni þannig að hún ætti að fórna sér í að henda inn nokkrum myndum af þessari snilldar ferð..

Hrabban kveður

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?