þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Framhald.....
















Já þetta var heldur betur vel heppnuð ferð hjá okkur systrum ásamt börnum. Ákvað að setja tvær eftirminnilegar myndir frá ferðinni.

Hrabba gleymdi að minnast á það að við hittum sjálfan "Skúterinn" á flugvellinum í Frankfurt.....vegna tímaskorts þá gátum við ekki þegið kaffi með karlinum og bandinu.
En kannski næst! En hvernig finnst ykkur annars karlinn.... við erum að tala um að augabrýrnar hjá honum eru betur plokkaðar en mínar? eða hvað?

Svo var að sjálfsögðu algjör toppur að fara á leikinn. Guð..... ég hef aldrei farið á svona alvöru fótboltaleik, hef ekki einu sinni séð íslenska landsliðið okkar spila svo mín var ekki alveg með þetta á hreinu. Ótrúlegt hvað maður lifir sig inn í svona leik og ekki skemmdi fyrir öll þessi læti sem urðu í leiknum.....2 x red og læti!
Jebbs og svo var þetta djamm í Barce algjör snilld, aldrei að vita nema ég hendi inn nokkrum skrautlegum myndum þegar ég hef tíma. Held að ég hafi náð dvergnum á Salsabarnum á mynd! Snilld....

Eins og ég segi frábær ferð og hún er víst ekki á enda því núna er mín í góðu yfirlæti á La Marína á Spáni í sumarhúsinu hjá tengdó. Molos er bara þó nokkuð sáttur við þetta allt saman.
Over and out
Dagný

Comments:
Enginn öfund í gangi.....

Kv. Sibba frænka
 
alveg slakar systur.... hvernig er að búa í svona ævintýri??? VÁ !!!
 
Pant koma med næst!!!!!! ;o)

Matthildur
 
Hvað fékk ykkur til að heilsa upp á gaurinn segi ég nú bara!!!
Kveðja Sóley
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?