fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Hef aldrei verið meira öfunduð...

Já og vitið þið útaf hverju??? Vegna þess að ég hitti "Skúterinn" sjálfan á flugvellinum.. Ein gellan sem er að vinna með mér er svo bilað mikið FAN að ég hef nú bara sjaldan vitað annað eins.. Svo sýndi ég henni myndina hérna á síðunni af Döggunni og Skúternum og hún bara öskraði og faðmaði mig og allan pakkann.. Er alveg að tapa sér yfir þessu og talar ekki um annað allan daginn í vinnunni.. Ég lét svo Dagnýju taka mynd af öllu bandinu handa henni og hún er bara alls ekki að geta beðið eftir því að Dagný komi heim.. Spyr fjórum sinnum á dag hvenær hún komi.. Og vá hvað mér gæti ekki staðið á sama að hafa séð hann, ekki alveg minn maður þar á ferð..

Nú fer svo að styttast í Rúmeníu en ég kem heim á klakann á mánudaginn.. Kvíð nú smá fyrir að koma í kuldann.. Begga er enn að ná sér eftir stutta heimsókn heim..

Var svo að kaupa nýtt leikfang handa honum Vikka mínum.. Keypti handa honum einhverja rosa myndavél.. Fólk svona misjafnlega ánægt með þessa gjöf.. Hanna ekki að fíla það að vera orðin módel.. Hann er örugglega búinn að taka hátt í 100 myndir af henni í dag..

Fórum svo á fyrsta foreldrafundinn í dag í skólanum hjá Viktoríu og útkoman eins og við var að búast.. Mjög gáfuð hjá okkur stelpan en mikið rosalega getur hún verið utan við sig.. Já hvaðan ætli hún hafi þetta???

Farin í háttinn
Hrabba

Comments:
Hæhæ
Hrabba mín, ég ætla að leyfa mér að halda að þú sért nú nettur scooterfan í þér;) Gaman að getað lesið um ykkur hénna elsku frænkurnar mínar;) Ég er nú í gamla skólanum ykkar og mér fannst nú svolítið gaman að sjá útskriftarmynd af þér hérna upp á vegg;) Hlakka til að hitta ykkur í næsta Frænku/frænda hitting!! Kveðja Eva Dís litla frænk
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?