mánudagur, desember 11, 2006

Vöknuð..

Já enda komin 11.des.. Veit ekki hvað gengur að mér í þessum bloggskrifum.. Er eitthvað voða lítið í tölvunni þessa dagana..

Ferðasagan frá Rúmeníu var aldrei komin og ég er eiginlega ekki að nenna að skrifa hana þannig að ég kem bara með stikkorð:

-Ferðalag dauðans til Rúmeníu.. Lögðum af stað kl.5 um morguninn og vorum komnar á hótelið í Rúmeníu um 6 næsta morgun eftir verstu rútuferð ever.. 10 gráðu frost inni í rútunni alla leiðina (tæpir 4 tímar), stigum bláar út úr þessari blessuðu rútu.. 3 flug og hópnum skipt í tvennt þannig að við vorum bara 7 saman en góður hópur og náðum við að gera ferðalagið eins gott og það gat orðið..
-Brúnt vatn fyrstu tvo dagana bæði í vaskinum og sturtunni.. Æðislegt að sturta sig í þessu.. Hef aldrei notað jafn mikið af kremum eins og eftir sturtu þarna..
-Var með Evu Margréti í herbergi.. Frábær roomy.. Takk fyrir ferðina enn og aftur elskan..
-Var ekki hægt að sturta niður í klósettinu fyrr en síðustu tvo dagana (þetta voru átta dagar).. Ef maður hefði verið aðeins klikkaðri þá hefði ég skitið í poka og sett hann ofan á helv... klósettið.. Vá hvað ég var orðin pirruð á þessu..
-Geltandi lausir hundar út um allt og sérstaklega margir fyrir utan hótelið og allan sólarhringinn..
-Keyrðum framhjá dauðum hesti alla 8 dagana.. Lá saman krumpaður fyrir utan veginn á leiðinni í höllina.. Og liggur pottþétt þarna ennþá..
-Fengum þurrt og bragðlaust kjöt og kartöflur í allar máltíðir og ENGA SÓSU.. Hefði næstum getað drepið fyrir spaghettí og kjötsósu (eða bara tómatsósu)..
-Fórum í moll dauðans.. Ekki oft þar sem engin nær að kaupa neitt.. Nema jú ég keypti tvo spilastokka til að láta tímann líða í mollinu..
-Leikina þarf ég ekki að minnast á þar sem allir eiga auðvitað að lesa Fréttablaðið.. Dagur blaðamaður var með í för og vann vinnuna sína vel..
-Banket sem við þurftum að yfirgefa fyrir aðalréttinn vegna þess að við þurftum að fara heim.. Rútuferð dauðans tók við.. Tæpir 4 tímar í 50 gráðum.. Hélt ég myndi andast.. Það er bara annaðhvort í ökkla eða eyra..

Þótt mjög margir punktarnir séu ekki jákvæðir þá var þetta samt hin fínasta ferð.. Alltaf gott að vera í góðum hópi og yfirleitt mikið hlegið í þessum ferðum.. Svo er líka alltaf skemmtilegast að spila í bláu eða rauðu treyjunum..

Já þá er Rúmenía afgreidd.. Næst tek ég helgina... Julefrokost hjá liðinu sem var algjör snilld..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Það hefur sem sagt verið ROSA gott að komast HEIM....
knús Tinna
 
Já Tinnan mín það var sko gott að komast heim og ég tala ekki um að kúka í klósettið mitt....
Knús knús
 
Ein spurning.
Hvernig fór með spilið þitt? Var það ekki gefið út?

Kv.
Arna
 
Takk fyrir ferðina sömuleiðis=) Það er mjög fyndið að lesa þessa punkta um ferðina. Maður getur allavegana hlegið af þessu núna..... en við vorum ekkert allt of sáttar þegar við vöknuðum við geltið í helv.. hundunum á nóttunni (okkar megin voru það samt meira löggu-og sjúkrabílar) gátum ekki farið á klóstið og brúna vatnið kom úr krananum. hehe good times good times

knús af klakanum
 
Ertu svo bara sofnuð aftur?? hihi
knús Tinna
 
Vakna, þyrnirós!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?