mánudagur, desember 18, 2006
Þyrnirós spyr....
Á að hleypa anorexíusjúklingum inn í líkamsræktarstöð????? Tvö síðustu skipti í ræktinni er ég búin að sjá eina konu og eina stelpu sem voru ekki mikið meira en 30 kíló (Viktoría myndi rústa þeim í bekkpressu).. Þetta er rosalegt að sjá þetta og hverjum dettur í hug að hleypa þeim inn.. Rosalega langaði mig til að senda þær heim.. Beið eftir að ég þyrfti að blása í þær lífi.. Það er ekki hægt að lyfta á beinum einum saman og hverju eru þær að reyna að breyta í vöðva.. Eina sem getur gerst er að það stoppi hreinlega í þeim hjartað við áreynslu.. Þetta hlýtur að vera stór hættulegt.. Það er alltaf verið að banna sterasjúklinga á þessum stöðum og svo er 30 kílóunum hleypt inn sem eru ekki búnar að borða matinn sinn í mörg ár... Ég er ekki að skilja þetta..
Julefrokostinn hjá liðinu síðustu helgi var frábær.. Hrabban tók á því (annað skiptið á árinu) og áttum við Begga nokkur góð move þetta kvöldið.. Tókum Tinu Turner við mikinn fögnuð viðstaddra.. Við tókum líka "Það var lagið" leik og komumst að því að Daninn þekkir ekki Pixies og ekki útlendingarnir í liðinu heldur.. Vorum með Hey lagið sem allir þekkja og átti það nú að vera algjörlega skothelt en nei nei þær héldu bara að við værum að koma með frumsamið lag.. Misstum gjörsamlega andlitið.. Einn vitleysingurinn í liðinu tókst að gera á mig tvo sogbletti sem ég er búin að vera með alla vikuna.. Mjög töff að vera 29 ára með sogbletti og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Viktor var glaður með þetta.. Lítur næstum því verra út fyrir hann en mig..
Rebekka og Bergur komu svo á þriðjudaginn og voru til föstudagsmorgun.. Frábært að hafa þau og var mjög mikið spilað að vanda..
Man ekki meir
Hrabba
Julefrokostinn hjá liðinu síðustu helgi var frábær.. Hrabban tók á því (annað skiptið á árinu) og áttum við Begga nokkur góð move þetta kvöldið.. Tókum Tinu Turner við mikinn fögnuð viðstaddra.. Við tókum líka "Það var lagið" leik og komumst að því að Daninn þekkir ekki Pixies og ekki útlendingarnir í liðinu heldur.. Vorum með Hey lagið sem allir þekkja og átti það nú að vera algjörlega skothelt en nei nei þær héldu bara að við værum að koma með frumsamið lag.. Misstum gjörsamlega andlitið.. Einn vitleysingurinn í liðinu tókst að gera á mig tvo sogbletti sem ég er búin að vera með alla vikuna.. Mjög töff að vera 29 ára með sogbletti og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Viktor var glaður með þetta.. Lítur næstum því verra út fyrir hann en mig..
Rebekka og Bergur komu svo á þriðjudaginn og voru til föstudagsmorgun.. Frábært að hafa þau og var mjög mikið spilað að vanda..
Man ekki meir
Hrabba
Comments:
<< Home
Hæ, vá hvað er langt síðan ég hef kommentað! En já, sko þar sem ég vinn á líkamsræktarstöð þá hef ég spáð í þessu með anorexíusjúklingana, reyndar er það ekki hérna heima að steraboltum sé eitthvað sérstaklega bannað að koma á stöðvar hér heima þannig að það væri kannski hægt að taka öðruvísi á þessu úti.
Hins vegar er mín skoðun sú að mér finnst þetta svipað og að vinna á kassa í ÁTVR, hefur afgreiðsludaman/herran rétt á að banna viðskiptavininum að kaupa áfengi hún/hann veit að viðskiptavinurinn er alkóhólisti? Mér finnst það svipað með anorexíurnar, og þó að þeim sé bannað að vera inná líkamsræktarstöðvunum þá stoppar það þær ekki í geðveikinni þannig að mér finnst skárra að hafa þær inná stöð þar sem hægt er að gera eitthvað í því ef þær detta niður, heldur en ef þær eru útí móa að hlaupa af því að búið er að úthýsa þeim allsstaðar.
Sumir viðskiptavinir segjast ekki vilja hafa þær þarna því þeim finnst ógeðslegt að horfa uppá þetta, en ég tel þá einnig forvarnargildið vera ágætt, t.d gagnvart unglingsstelpum sem eru að missa sig í ræktinni, ef þær sjá svona dæmi þá kannski hugsa þær um sig.
Og að lokum, ef líkamsræktarstöðvar ætla að banna ákveðnum hópum að æfa hjá sér, hvar á að draga mörkin? á þá ekki líka að banna fólki með hjarta-og æðasjúkdóma að æfa, eða með of háan blóðþrýtsing o.s.frv því sú hætta getur verið fyrir hendi að þau ofreyni sig í ræktinni og detti niður þar (sem þá lúkkar illa fyrir stöðina)
Ég er alls ekki að segja að ég sé ósammála þér, mér finnst rosalegt að horfa uppá þessar stelpur í ræktinni að hamast endalaust(þar sem stelpur eru í miklum meirihluta anorexíusjúklinga) vildi bara sýna ykkur hversu ótrúlega erfitt er að eiga við þetta og alltaf spurning um hvar draga eigi mörkin um hverjir megi æfa hjá manni og hverjir ekki.
Vó langt komment! hehe
Annars óska ég ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best:o)
*knús* Bjarney
Hins vegar er mín skoðun sú að mér finnst þetta svipað og að vinna á kassa í ÁTVR, hefur afgreiðsludaman/herran rétt á að banna viðskiptavininum að kaupa áfengi hún/hann veit að viðskiptavinurinn er alkóhólisti? Mér finnst það svipað með anorexíurnar, og þó að þeim sé bannað að vera inná líkamsræktarstöðvunum þá stoppar það þær ekki í geðveikinni þannig að mér finnst skárra að hafa þær inná stöð þar sem hægt er að gera eitthvað í því ef þær detta niður, heldur en ef þær eru útí móa að hlaupa af því að búið er að úthýsa þeim allsstaðar.
Sumir viðskiptavinir segjast ekki vilja hafa þær þarna því þeim finnst ógeðslegt að horfa uppá þetta, en ég tel þá einnig forvarnargildið vera ágætt, t.d gagnvart unglingsstelpum sem eru að missa sig í ræktinni, ef þær sjá svona dæmi þá kannski hugsa þær um sig.
Og að lokum, ef líkamsræktarstöðvar ætla að banna ákveðnum hópum að æfa hjá sér, hvar á að draga mörkin? á þá ekki líka að banna fólki með hjarta-og æðasjúkdóma að æfa, eða með of háan blóðþrýtsing o.s.frv því sú hætta getur verið fyrir hendi að þau ofreyni sig í ræktinni og detti niður þar (sem þá lúkkar illa fyrir stöðina)
Ég er alls ekki að segja að ég sé ósammála þér, mér finnst rosalegt að horfa uppá þessar stelpur í ræktinni að hamast endalaust(þar sem stelpur eru í miklum meirihluta anorexíusjúklinga) vildi bara sýna ykkur hversu ótrúlega erfitt er að eiga við þetta og alltaf spurning um hvar draga eigi mörkin um hverjir megi æfa hjá manni og hverjir ekki.
Vó langt komment! hehe
Annars óska ég ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best:o)
*knús* Bjarney
Hæ elsku Hrabba, Viktor og Viktoría! Þú ert snilldin eina á blogginu, kíki nú stundum til að fylgjast með ykkur.
Stebbi þarf ekki að fá fráhvarfseinkenni fyrst hann missti af Rúmeníu, he, he.
Vissi þú myndir ekki klikka á því að lauma inn adressunni þinni :o)Þessum kílóum er misskipt, sumir borða ekki neitt og aðrir geta ekki hætt, ég held ég sé nærri þeim hópi, kannski too much.
En hef þetta nóg að sinni, sendi ykkur mínar bestu jóla- og áramótakveðjur. Megi þið hafa fullt af ást, hamingju og gleði, þið eruð yndisleg :o)
Kveðjur, knús kram og kossar til ykkar allra frá Sólarsalafjölskyldunni,
Laufey :o)
Stebbi þarf ekki að fá fráhvarfseinkenni fyrst hann missti af Rúmeníu, he, he.
Vissi þú myndir ekki klikka á því að lauma inn adressunni þinni :o)Þessum kílóum er misskipt, sumir borða ekki neitt og aðrir geta ekki hætt, ég held ég sé nærri þeim hópi, kannski too much.
En hef þetta nóg að sinni, sendi ykkur mínar bestu jóla- og áramótakveðjur. Megi þið hafa fullt af ást, hamingju og gleði, þið eruð yndisleg :o)
Kveðjur, knús kram og kossar til ykkar allra frá Sólarsalafjölskyldunni,
Laufey :o)
Bjarney mín þú klikkar seint.. Geri mér grein fyrir því að þetta sé erfitt fyrir líkamsræktarstöðvarnar en það er bara sorglegt að horfa upp á þetta.. En allavega gleðileg jól og hafðu það sem allra best um jólin..
Laufey mín ég kannast nú við það að vera svona frekar hinum megin á matarskalanum en þetta er bara spurning um að vera hamingjusamur eins og við erum.. Bestu jólakveðjur til ykkar allra.. Og muna eftir að borða nóg.. Stórt knús Hrabba
Skrifa ummæli
Laufey mín ég kannast nú við það að vera svona frekar hinum megin á matarskalanum en þetta er bara spurning um að vera hamingjusamur eins og við erum.. Bestu jólakveðjur til ykkar allra.. Og muna eftir að borða nóg.. Stórt knús Hrabba
<< Home