þriðjudagur, janúar 02, 2007

2007..... Gleðilegt nýtt ár..

Og takk fyrir það gamla.. Það er stórt og mikið ár sem hafið er.. Kellan verður þrítug (hvað er það), Vikkinn minn verður líka þrítugur og karl faðir minn verður fimmtugur.. Þið getið rétt ímyndað ykkur veisluna sem verður hjá honum Skúla (einmitt, get lofað ykkur því að hann á eftir að flýja land).. Hins vegar get ég lofað því að það verður haldið upp á öll stórafmæli hjá mér (kemur kannski fæstum á óvart)..

Já en nýja árið byrjaði ekki alveg eins og á var kosið.. Hann Davíð okkar var stunginn í miðbæ Köben á gamlárskvöld eða nótt.. Það þarf nú varla að taka fram hvaða fifl voru þar að verki.. Þið viljið kannski geta ykkur um hvaðan líðurinn kemur???? Svo eru þessi fífl að væla í sjónvarpinu að það sé svo erfitt fyrir þá að komast inn á skemmtistaði, það vilji enginn hleypa þeim inn (hér getið þið séð þá væla)... HUmmmm skrítið.. Ekki myndi ég vilja fá þetta pakk inn á skemmtistaðinn minn.. En að honum Davíð mínum, hann slapp nú ótrúlega vel þar sem hann var stunginn í mjöðmina og beinið kom í veg fyrir djúpa stungu (sennilega verið mjög þægilegt).. Hann var sem sagt saumaður og með einhverja aðra áverka.. Það má líka taka það fram að hann var að bjarga lífi dyravarðar sem verið var að stúta fyrir utan skemmtistaðinn hans (voru tvo stunguför í vestinu hjá honum en það er skilda að vera í vestum sem dyravörður).. Ef þið viljið sjá fréttina þá er hún hér

En að einhverju skemmtilegu.. Árið 2007 ætla ég:

-halda þrjár afmælisveislur fyrir Viktoríu (afmæli föstudag, laugardag og sunnudag).

-að halda Klaufarpartý hérna í Dene.. Er byrjuð að skipuleggja nokkuru dag partý og geri ég fastlega ráð fyrir mætingu hjá Sævari og Sóley (sem eru alltaf tímanlega og eiga eflaust eftir að koma fyrst), Sibbu og Einari, Rúnari Gauta sem mætir með matinn (sponsaður af KFC) og auðvitað bara sem flestum.. Ég á nú eftir að setja mig í samband við liðið en það gerist innan bráðar..

-reyna að komast í 50 ára afmælið hjá pabba sem verður sennilega á Tyrklandi (hann á ekki afmæli á besta handboltatímanum)..

-verða 30 ára og að sjálfsögðu með pompi og pragt..

-hjálpa Viktori í gegnum erfiða tíma þegar hann verður þrítugur (honum gæti ekki verið meira sama)..

-og fleira og fleira og fleira..............

Verð að fara í háttinn..
Hrabba

Comments:
Díses...aumingjans maðurinn... vonandi batnar honum fljótt!

Má maður svo bara velja hvaða afmælisveislu maður mætir í eða kannski bara mæta á föstudaginn og vera í öllum veislunum!! hehe

knús frá Odense
Tinna og co.

hei já...takk kærlega fyrir síðast...djö..var gaman!
 
Gleðilegt ár og allt það.
Líst vel á Klaufarpartýið, Áramótaheitið hans Sævars þetta árið: Hætta að eyða svona miklum tíma í að greiða sér :o)
Þess vegna verðum við fyrst á staðinn, eins og síðast!! Muniði?

Leitt að heyra með vin ykkar, þetta hefur eflaust gert ykkur ánægðari með ÓÞJÓÐAlýðinn.
Kv. Sóley
 
Gleymdi einu, Viktoría til hamingju með afmælið (eftir 2 daga) Við Sævar munum enn eftir jólaboðinu hjá Lóu í Otrateignum þegar Skúli var svo stressaður því dóttirin á spítalanum að eiga og hann var farinn að vaska upp til að drepa tímann....
Kve. Sóley
 
Tinna mín að sjálfsögðu er í boði fyrir þig og þína að vera í öllum veislunum.. En ætli þú verðir ekki að fórna þér í lærdóm elskan..

Sóley mín við verðum að fara að finna tíma sem hentar flestum maí, júní eða júlí??? Efast ekki um að þið verðið mætt fyrst á svæðið sérstaklega ef áramótaheitið hjá Sævari stenst.. Verðum í bandi og ég er búin að skipa þig í að ræða við Klaufarpakkið um tíma sem hentar..

Knús knús
Hrabba
 
Elsku gullin mín!
Takk fyrir fallegt kort og myndina af prinsessunni :-*
Til hamingju með afmælið elsku elsku Viktoría Dís. Matta "syss" er sko ekki búin að gleyma þér litla djásn, frekar en foreldrum þínum.
Kossar og knús
Matta
 
Innilega til hamingju með afmælið prinsessa...risaknús frá okkur öllum.

Ég mæti sko í stóra afmælið hjá þér Hrabba mín hvernig sem ég fer nú að því svo þú skalt byrja að skipuleggja sem fyrst svo það sé hægt að panta miða :)

eibba
 
Innilega til hamingju með afmælið prinsessa...risaknús frá okkur öllum.

Ég mæti sko í stóra afmælið hjá þér Hrabba mín hvernig sem ég fer nú að því svo þú skalt byrja að skipuleggja sem fyrst svo það sé hægt að panta miða :)

eibba
 
Innilega til hamingju með afmælið Viktoría Dís....
KV, Orri
 
Til hamingu með snúlluna í dag. Hún er dauðöfunduð á mínu heimili að vera orðin 6 ára; þykir mjög flott. Syskinin sungu afmælissönginn fyrir hana í morgun á leiðinni í leikskólann:-)
Enn eitt árið missir maður að Hröbbukökum, ætti kannski að skella sér í helgarferð og ná amk 2 af 3 afmælisveislum!
 
Til hamingju með afmælisdísina :) og kærar þakkir fyrir síðast það var rosalega gaman að hitta ykkur, knús frá Freddahöfn Guðbjörg
 
Innilega til hamingju með 6 ára afmælið Viktoría Dís.
Fullt af kossum og knúsum frá okkur og láttu dekra (eins og alltaf) :)

Hlynur, Sif, Elfa Sif og Andri Thor
 
...."dekra við þig"... átti auðvitað að standa :)

Knús Sif
 
Elsku Viktoría Dís

Innilega til hamingju með 6 ára afmælið þitt. Vonandi er afmælisdagurinn búinn að vera yndislegur, við vitum að kökurnar hennar mömmu þinnar eiga ekki eftir að klikka.
Vonandi hittumst við sem fyrst, við veruðum að ná einhverjum af þessum veislum, Arnór sagði t.d. ömmu sinni áðan að í sumarfríinu ætluðum við sko að fara og heimsækja ykkur, ekki slæmt plan það.

Knús og kossar
Arna, Óskar, Arnór og Benni
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?