miðvikudagur, janúar 24, 2007

Crazy............

Er að spá í að leggja skóna á hilluna, allavega næstu 10 dagana.. Er ekki að meika að vera að missa af leikjum út af einhverjum æfingum (á eftir útaf lyftingumog hoppæfingu, eins og ég sé ekki lang sterkust fyrir).. Er að verða crazy yfir þessu.. Og ekkert smá mikilvægur leikur í kvöld.. Með sigri erum við komin með annan fótinn í 8 liða.. Eins gott að strákarnir séu komnir niður á jörðina aftur eftir glæsilegan sigur á Frökkum.. Ég vissi að þeir myndu vinna og var alveg örugg strax í stöðunni 3-0..

Og talandi um að vilja sjá leikina þá er ég að deyja yfir því að geta ekki bara brunað yfir landamærin.. Eivor, Dagný og Drífa eru þarna í stuði ásamt öðru frábæru fólki (Sveilinni, Gústu og fl.).. Ég sendi nú reyndar sms til þjálfarans eftir Frakkaleikinn: "Ísland rústaði Frökkunm. Farin til Þýskalands sjáumst á föstudaginn.." Var ekki alveg í boði.. Það er eins gott að ég hoppi allavega hærra en flest ykkar eftir daginn í dag.. Og mikið gífurlega verður gaman hjá mér á þessari æfingu..

Búin með 1 seríu í 24.. Vá hvað ég er enn að jafna mig eftir síðasta þáttinn.. Byrjuð á Greys og fæ síðan aðra og þriðju seríu af 24 um helgina ásamt Mola litla sem ætlar að vera hjá okkur á meðan foreldrarnir fara í leiðindin til Dortmund..

Áfram Ísland
Hrabba

Comments:
Tilkynntu þig bara veika á æfingu og horfðu á leikinn, maður má náttúrulega ekki missa af þessu...öll þjóðin er að rifna úr stolti og í þvílíkri geðshræringu eftir þennan magnaða leika á mánudaginn, það er sko komin meiri stemmning hérna heldur en fyrir Eurovision. Ísland bezt í heimi!!

En hey ég er að drepast úr forvitni. Hver er þessi frægi sem þú spurðir um? Ég er búin að brjóta heilann fram og tilbaka en get ekki áttað mig á þessu!!!

kv Rakel Dögg- Áfram Ísland!!
 
Þú færð fleiri vísbendigar: Hann er ekki eins og við á litinn og óð í öllum frægu og flottu kellingunum fyrir c.a tveimur árum síðan... Fer ekki svo mikið fyrir hinum þessa dagana en þú ættir sko að vera með þennan Rakel mín.. Giskaðu?
 
Hey ég giska á Usher - er það alveg út úr kú ?

kveðja, Smári Jökull Eyjapeyji
 
Góður... Smárinn klikkar ekki..
 
Ég var sko búinn að spá heví í þessu - ég hefði átt að vinna þennan pening ef ég hefði verið að hlusta á þessa útvarpsstöð :-)

En endilega skelltu fleiri svona tónlistargetrunum inn !

Kv. Smári Jökull
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?