sunnudagur, janúar 21, 2007

Áfram Ísland..

Rosalega er ég svekkt yfir þessu tapi á móti Úkraínu en enn svekktari er ég yfir íslenskum íþróttafréttmönnum sem fá neikvæðisbikar ársins 2007 fyrir þennan eina dag.. Allir búnir að ákveða það að við komumst ekki áfram og ótrúlegustu orð verið skrifuð og sögð.. Sakna gamla góða Íslendingsins sem trúir á allt.. Við vitum öll að þegar strákarnir spila vel þá geta þeir unnið öll lið hvort sem það eru evrópu, heimsmeistarar eða Svíar.. Og við skulum ekki gleyma því að ef við vinnum Frakka á morgun þá skiptir leikurinn við Úkraínu engu máli og við erum komin í milliriðla með 2 stig.. Já ég hef trú á strákunum og held að þeir eigi fína möguleika á morgun.. Þeir eiga eftir að koma brjálaðir til leiks og Óli Stef á eftir að vera svakalegur. Held að þetta verði annaðhvort eða.. Ef þeir byrja illa þá held ég að allt hrynji og þeir skíttapa en ef þeir byrja vel held ég að við eigum mjög góða mögueika á að vinna.. Hjálpar líka alltaf smá að þetta er upp á líf eða dauða fyrir okkur á meðan Frakkarnir eu alltaf öruggir í milliriðla og þeir eiga eftir að fara auðveldlega í gegnum þá þótt þeir fari ekki með stig í þá..
Ég hef allavega trú á strákunum og veit að margir aðrir hafa líka trú á þessu (fyrir utan íþróttafréttamennina)..

Vorum hjá Beggu og Bjarna áðan í mjög góðu yfirlæti.. Beggan mín orðin húsmóðir dauðans.. Átum nánast non stop í 4 klukkutíma og ekki nóg með það að þá fegum við nesti með heim til að taka í vinnuna á morgun.. Þarf ekki að borða allan daginn á morgun er með svo mikin forða.. Já ég mæli með heimsókn til Beggu og Bjarna.. Ætluðum að horfa á leikinn á netinu sem var svo ekki hægt þar sem við búum erlendis (þið getið rétt ímyndað ykkur svekkelsið) þannig að við þurftum að hlusta á neikvæðustu íþróttafréttalýsingu allra tíma.. Við erum sem sagt núna að athuga alla möguleika á því að ná þessu á netinu einhvern vegin og ef einhver veit um lausn þá gjörið svo vel að commenta..

Af Jack Bauer er annars það að frétta að hann er nær dauða en lífi í augnablikinu en það er eitthvað sem segir mér að hann muni lifa af þar sem ég er að horfa á 1.seríu.

Hrabban kveður með óbilandi trú á "strákunum okkar"..

Comments:
Ahh... Það var stelpa sem hringdi inn í HM-þáttinn á rúv í gær sérstaklega til þess að tilkynna hvernig maður ætti að ná leikjunum hjá strákunum á netinu... Hún var sko í USA... Gaurinn stoppaði hana því þetta var "ólöglegt" svo hún náði ekki að klára en hún nefndi einhverja slóð sem ég geeet bara ekki munað núna... Það eru samt pottþétt einhverjir þarna úti sem muna þessa helv**** slóð!

Don't loose faith, þetta eeer hægt!
 
Á vefnum http://www.videosport.com er hægt að horfa á alla leiki keppninnar í beinni og einnig eftir að þeir eru sýndir, heilir leikir eða brot úr þeim fyrir 20 Evrur. Ekki slæmt það og í fínum gæðum.

Tékkaðu á þessu...
 
Hún sagði að það kostaði 3 evrur og þ.e. www.videosport.com

kveðja Jóna Margrét
 
Tékkið á þessari síður....kostar ekkert.. Thetta er kínversk stöd sem synir fullt af íthrottaleikjum. Linkurinn á þessa síðu er: http://myp2p.eu/index.htm Leiðbeiningar: Þið farið inn á þessa síðu og klikkið hér niðri vinstra megin á Other sports undir flokknum Other sports. Þar skrollið þið niður þar til þið finnið þann leik sem þið viljið horfa á hverju sinni. Thar ýtið þið á PLAY. ÁFRAM ÍSLAND
 
já... thank you, thank you... maður gerir sitt besta til að reyna hjálpa íslendingum í útlöndum... Helv. gaurinn á rúv að segja þetta ólöglegt...Asnalegt að leyfa fólki í útlöndum ekki að horfa en bara fólki á íslandi... sem eru með sjónvarp og geta horft á þetta beint þar... I just don't get it.
 
p.s. Nenniru að breyta linknum á síðinua mína hjá þér.. er ekki lengur með spaces síðu... komin með 123.is
Ta - ta - Stína
 
Hrabba alltaf sannspá!! ÁFRAM ÍSLAND. Djöf... öfundaði ég Drífu að vera á þessum leik.

Kv. Sibba frænka
 
Djöfulls snilld var þessi leikur. Klikkaði á að hafa ekki kíkt hingað inn fyrir leikinn, því þá hefði maður getað horft á hann. Sat því við tölvuna, brjálaður og horfði á tóman skjá, á meðan ég hlustaði á rás2. Maður getur þá allavega séð næstu leiki. Þyrftum að stofna Handboltaáhorfsfélag Aarhus, sá að Elli var á sama máli í sýnu bloggi. Þakka snillingunum sem komu með linkana hérna fyrir ofan og tek undir með því að þeir sem horfa á vefTV eru í útlöndum og rúv eru því alveg að drulla uppá bak með þetta hjá sér. Hilsen frá okkur. Sigfús Örn
 
Takk kærlega fyrir ábendingarnar.. Þetta endaði auðvitað allt vel og sá ég leikinn.. þvílík snilld..

Og já Sibba ég vil helst ekki tala um hana Drífu, djö... pjallan.. Og Dagný að fara til hennar.. Ég bara í stuðinu hérna í boltanum.. ARGGGG.

Líst vel á áhorfendahóp.. Við verðum að fara að fjölmenna.. Verst að það lítur út fyrir að ég missi af leikjunum á morgun og fimmtudaginn vegna æfinga... Djö.........
 
Össss drífið ykkur öll hingað það er ekkihægt að missa af þessu :)

eibban í beinni
 
Hvað er líka málið að bara fólk innanlands getur séð leikina á ruv.is.... ætti það ekki að vera ákkúrat öfugt?!?!

Anyways...Áfram Ísland

kv.Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?