mánudagur, janúar 08, 2007

Karnivalið búið..

Já heil helgi sem fór í afmæliskarnival fyrir prinsessuna.. Veisla fös,lau og sun og Viktoría auðvitað rosalega sátt við allt saman.. Stelpurnar í bekknum hennar voru hérna í gær og leist þeim svo rosalega vel á húsið og herbergið hennar Viktoríu að ein þeirra spurði mig í fullri alvöru hvort að hún mætti ekki bara flytja til okkar og neitaði stelpugreyið harðlega að fara heim til sín og sagði bara: "Þið getið ekki þvingað mig til að fara heim".. Bara krútt..

Að frétt dagsins: 25 ára maður skaut fyrrum sambýliskonu sína (23 ára) í gærkvöldi með afsagaðri haglabyssu.. Maðurinn sem er nýbúinn að sitja inni vegna tilraunar til dráps á sömu konu slapp út úr fangelsi í gær og fer beint og drepur hana.. Veit ekki hvenær fólk ætlar að verða jafn gáfað og ég og fara að koma á dauðarefsingum.. Frábært að vita að þessi gaur eigi eftir að koma út í samfélagið aftur og finna sér jafnvel nýja konu sem hann getur fargað.. Splæsa á hann snúru, einfalt og ódýrt..

Var líka í fréttunum í dag að nú er verið að dæma í máli manns sem drap fyrrum konu sína og börnin sín tvö sem voru 4 og 6 ára.. Kyrkti konuna fyrst og þá kom dóttirin inn í herbergið.. Stakk hana og skar hana á háls og fór svo fram og kyrkti strákinn.. Og helv... kallinum tókst ekki einu sinni að drepa sjálfan sig.. Aumingi sem vonandi á eftir að hljóta hræðilga meðferð í fangelsi og drepast svo.. Skil ekki hvernig er hægt að vorkenna þessu fólki.. Vorkenni bara ættingjunum þeirra að vera skyldir þeim..

Þetta er það eina sem ég styð Bush í..

Ætla að fara að ná mér niður í brálæðiskastinu.. (Þessi grein á ekki eftir að koma mörgum á óvart, ég breytist aldrei)...

Hrabba crazy

Comments:
Mér finnst bara gott að þú breytist aldrei, þú ert algjör snillingur!!! ;o)

En þetta er algjör ógeð, maður verður órúlega reiður við að lesa svona viðbjóð:-/ Kannski ágætt að honum tókst ekki að drepa sig, hefði verið ódýr lausn, það verður vonandi farið illa með hann í fangelsinu, að einhver taki hann að sér sem kærustuna sína;oþ
 
Takk kærlega fyrir mig síðustu helgi. Það toppar enginn kökuveislurnar þínar Hrabba!! :)

Það er viðbjóðsleg mannvonska til í þessum heimi, og hún leynist hjá allra þjóða kvikindum. Mín leið er að loka fyrir allar fréttir og alla ógeðis sjónvarpsþætti.

Ég verð kannski ingorant fyrir vikið en ég kýs það frekar en að grenja yfir blaðinu á hverjum morgni.

Hef ekki taugar í þetta!! ;)

Sjáumst sem fyrst elskulega fjölskylda!! :)

Erla sem er nett kreisí í prófum en hangir á netinu allan daginn...
 
hmm.. ég verð sem sagt ignorant, ekki ingorant...

sko ... það er strax byrjað!!
 
Takk Bjarney mín.. Gott að vita að einhver sé mér sammála.. Davíð þú færð líka prik í kladdann.. Og ertu ekki að grínast með sígópásurnar, það stóð sko ekki í Árósabaðinu.. Það er ekki hægt að segja að þarna hafi verið um stundarbrjálæði að ræða.

En spurning um að ég geri bara eins og þú Erla mín og hætti að lesa þetta.. Gerir mig alveg vitlausa að vita af svona klikkuðu fólki..
 
Ohhh hvað það er gott að þú breytist ekkert, ég sé þig alveg í ham núna hí hí

Viltu kyssa og knúsa prinsessuna frá mér til hamingju með afmælið um daginn.

Kv. Júlía
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?