föstudagur, janúar 12, 2007

SIGUR............

Og það langþráður.. Unnum Esbjerg mjög sannfærandi með 10 mörkum og nú verðum við bara að halda áfram á sömu braut.. Fengum loksins að spila 3-3 vörnina okkar sem gekk svona líka vel og nú fáum við vonandi að spila hana meira.. Ótrúlegt (en samt ekki)hvað skapast oft miklu meiri stemning í svona framliggjandi vörn þar sem kontaktinn er mikill..

Vá hvað ég hef samt lítið að segja nú orðið, er í tómu basli með að halda þessari bloggsíðu gangandi.. Ég þarf að fara að finna upp á einhverju nýju þema sem ég get eytt í nokkrar færslur.. Ef einhverjum dettur eitthvað sniðugt í hug þá endilega komið með tillögur...

Fríhelgi framundan og er feðinni heitið til Holstebro.. Það þarf nú engan snilling til að geta sér til um hvað þar verður brallað.. Cooks (uppáhalds matsölustaðurinn minn), ætlum að elda geðveikan mat, spila, spila, spila og "hugga" okkur alla helgina..

Klukkan að verða 02.00 og ég á að vakna eftir 5 klukkutíma þannig að ég held að það sé komin tími til að kíkja a augnlokin..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Hafið það gott í Holstebro og til lukku með sigurinn :) knús Guðbjörg
 
ohhhh esskan mín nennir þú að kaupa pizzu handa mér á Cooks og senda hana með DHL heim til Íslands. Vá hvað ég sakna þess að fá mér eina góða. En góða skemmtun í Holstebro og ég bið að heilsa
 
Hey eru þið hætt að vera vinir mínir.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?