föstudagur, janúar 05, 2007
Viktoría 6 ára
Viktoría Dís á afmæli í dag. Litla skvísan er orðin 6 ára. Til lukku með það! En Hrabba er einmitt að halda eina veisluna af þremur núna í þessum töluðum orðum. Veisluóða Hrebs klikkar ekki á þessu! Ég skil ekki útaf hverju hún opnar ekki veisluþjónustu.....væri ekki svo galin hugmynd! Ég myndi allavega ráða hana á nóginu:)
Ég bruna einmitt til þeirra á morgun, þá er íslendingarveislan. Alltaf gaman að hittast svona í útlandinu.....tala nú ekki um þar sem kellan er búin að vera ein í kotinu í nokkra daga. Jiiii.... hvað er erfitt að lúlla svona ein heima, vantar bæði karlinn og Mola litla. Mín er búin að vera svolítið smeik undanfarnar nætur, ég sef með kveikt ljós í allri íbúðinni og með kveikt á tölvunni upp í rúmi. Það er óhætt að segja að ég sé að kynna mér piparsveinalíferni.... við erum að tala um það að ég hef ekki nennt að vaska upp í nokkra daga og það liggja nammibréf og kókdósir um alla íbúð....mjög töff! Og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að taka allt í gegn.
Jæja þetta er fínt í bili.
Kveðja Dagný