sunnudagur, febrúar 18, 2007

Bolludagur... Namminamm..

Og vá hvað ég er búin að borða margar bollur.. Fórum til Beggu og Bjarna í bollur og engar venjulegar bollur.. Við erum að tala um 5 stjörnu bollur hjá Beggunni.. Stelpan alveg á heimavelli í bollugerð og ekki bara að þær væru rosalegar á bragðið þá voru þær líka hinar glæsilegustu.. Þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Beggan mín fitni eitthvað af bollunum þar sem við sáum um að borða þær flestar frá henni.. Takk kærlega fyrir okkur Begga mín og Bjarni auðvitað..

Var að heyra frábæra bolludagssögu þar sem Íslendingur sem er búsettur í Danmörku var að skýra út fyrir dana hvernig hefðirnar væru á bolludeginum heima: En þar "boller" alle hinanden.. Börnin "boller" foreldrana sína og foreldrarnir "boller" börnin o.s.frv. Já bolluvöndurinn góði að gera gott mót.. Og þeir sem eru alveg farnir í dönsku þá þýðir bolle sem sagt að ríða.. Get alveg ímyndað mér upplitið á Dananum við þessari sögu..

Svo var það annar sem var að segja að hann væri fjarsýnn en hann var fjernsyn (sem sagt sjónvarp)..

Já líf og fjör í Dene en samt ekki eins og á Íslandi þar sem alle boller alle
Hrabba

Comments:
þú færð þá allavega bollur.... í Ameríku er Presidents Day... Bolludagur er ekki til... sem er frekar fyndið þar sem Ameríkanar eru bollur :-)
 
Hæ elsku skvís var bara svona aðeins að kíkja hef ekkert verið í þessu síðan ég kom aftur á klakann. Gaman að sjá að það gengur svona vel í boltanum.
Kossar og knús til ykkar allra.
Maja
ps. Ásdís biður að heilsa Viktoríu
 
Það hafa líka fullt af íslendingum pantað sér djúpsteikta kettlinga á KFC ...
Snilld svona rugl!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?