sunnudagur, febrúar 04, 2007

Mikið að gerst í Árósunum...

Erotic world sýningin auðvitað á sínum stað fyrstu helgina í febrúar.. Ótrúlegt að við skulum ekki enn vera búin að fá gesti frá Íslandi á þessum tíma.. Við stelpurnar í liðinu fengum boðsmiða á þetta í ár og nú var líka komið að því að kíkja á þetta mjög svo sérstaka show.. Já þarna voru hræðilegir stripparar (very bad), allskonar dót til sölu í svona ca 30-40 Rómeó og Júlíu básar.. Þvagsleðinn frægi var hvergi sjáanlegur en þarna var hægt að kaupa sér sætispúða með dildó standandi upp úr í miðjunni.. Mjög sniðugt fyrir flestar piparjónkur eða hvað??
Þarna voru líka mjög spennandi DVD myndir eins og "Privates of Carribien" með Jennu Jameson as Jhonny Depp og undirtitillinn "The cure of the black hole". Þarna var líka hægt að kaupa PornoWars auðvitað skrifaðmeð alveg eins stöfum og StarWars.. Já þessir snillingar í þessum bransa vaða alveg í góðum hugmyndum.. Þið sem eruð orðin voðalega spennt núna þá er þessi sýning aftur á næsta ári fyrstu helgina febrúar..

Spiluðum á móti FCK í gær og gerðum jafntefli.. Dómararnir alveg skelfilegir og náðu að gera alla brjálaða.. Alltaf svolítið spes þegar það gerist.. Erum núna komnar upp fyrir Esbjerg og verðum að halda okkur þar..

Svo er það auðvitað bara handboltinn í sjónvarpinu sem er alveg búin að gera mig vitlausa.. Er ekki að jafna mig eftir þetta helvítis Danatap.. Hef ekki getað haldið með Dönum síðan.. Var farinn að garga af gleði þegar Pólland var að skora á móti þeim. En svona er þessi blessaði bolti..

Kveð í bili
Hrabba

Comments:
Já sammála Hrabba...það var bara EKKI hægt að halda með dönum eftir leikinn okkar....þetta var HRIKALEGT :o/

knuzzer Tinna
 
Hæhæ...
Hrabba kíktu á síðuna mína... Heiðar fann þetta á netinu...

Luv Ragga
 
Tinna mín ég gleymdi nú að segja að ég er nú ennþá svekkt yfir að þú hafir ekki fengið verðlaun fyrir maður leiksins á móti Dönum.. Þú áttir þennan leik.. Vá hvað þú varst fyndin og sérstaklega þegar þú varst næstum því búin að éta netið þegar Snorri skoraði úr vítinu sem tryggði okkur framlenginu..

Ragga snilld snilld..
 
vid unglingarnarnir erum a lifi.. vorum ad koma til Florens nuna. vorum sendar i obygdir i gaer.
sorry med skropid mitt i undirbuning brunch a sunnudag.
sjaumst naesta sunnudagskvold
Ekki sakna okkar of mikid
Bae mamma og pabbi og lilla syst
 
Ohhh, Lindberg gaf mér miðann sinn á pornið og ég komst ekki. Þetta hefur verið rosa sjóv, en maður missir sko greinilega ekki af þessu að ári. Hef heyrt að pólsku stripparanir hafi verið einstakir skemmtikraftar.
Sigfús Örn
 
ji, trúi ekki að maður missi rétt af erotic world...hef samt farið 1x og hugsa með mikilli frygð til þeirrar heimsóknar...not")
 

Mamma er alltaf að suða í mér um að fá einhverja sérstaka kjúklingabringuuppskrift frá þér, sem hún smakkaði þegar hún heimsótti ykkur Vikka síðastl. haust, kannastu við þetta?

Kveðja Sóley
 
Frábært að þið látið vita af ykkur elskurnar.. Hlökkum til að fá ykkur heim aftur..
Já Sigfús það er eins gott að þú eigir ennþá möguleika á sjóvinu á næsta ári.. Skrifa strax í kalanderinn fyrsta helgin í feb..
Svala mín Viktor strippar bara fyrir þig þegar þú mætir á svæðið..
Og Sóley ég skal senda þér kjúllauppskriftina..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?