laugardagur, febrúar 24, 2007

Síðan síðast..........

Hefur margt gerst:

-Ruslakarlarnir fóru í verkfall vegna þess að tveir aumingjar voru reknir (ef ég væri ruslakarl þá væri ég frekar til í að fá tvo nýja starfsfélaga sem mæta í vinnuna en nei það þykir töff að vera alltaf í veikindafríi og geta varla gert grein fyrir veikindum sínum).. Ekki nóg með það þá blokkuðu þeir Sorpu þannig að það var ekki hægt að fara með ruslið sjálf/ur.. Það er víst búið að lesa þetta núna þannig að ég bíð spennt eftir ruslakörlunum enda rusl út um allt..

-Við unnum Holstebro og getum náð Horsens að stigum ef við vinnum þær í næsta leik.. Það þýðir að við getum sloppið við umspilsleiki í apríl..

-Viktor fárveikur og liggur í svitabaði allan sólarhringinn.. Versnar bara ef eitthvað er..

-Biggi kom óvænt í heimsókn í gær.. Svipurinn á Hönnu Lóu þegar hann labbaði inn í stofu var svakalegur.. Ég á örugglega aldrei eftir að sjá neinn svona hissa aftur.. Algjör snilld.. Hann verður hérna þangað til á mánudaginn..

-Búið að snjóa rosalega hérna á síðustu dögum.. Ég í blóma yfir þessu.. Elska snjó, svo bjart yfir öllu og svo auðvitað æðislegt að fara út að leika í snjónum.. Ætlum út á morgun að búa til snjóhús og snjókarl.. Mikil tilhlökkun..

-Búin að spila Partners í marga klukkutíma á síðustu dögum og eyða enn fleiri klukkutímum í að horfa á Grey´s anatomy.. Þvílíkir snilldarþættir..

Set inn myndir mjög fljótlega af snjódýrðinni hérna fyrir utan..
Hrabba

Comments:
Þetta er eiginlega svindl...við verðum ekkert vör við þennan "snestorm" hérna í Odense...bara eins og snjóguðinn hafi farið fram hjá okkur.... ;O(
Góða skemmtun í snjókallagerð!
Hilsen Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?