miðvikudagur, mars 28, 2007

Handboltastjarnan..

"Mamma mamma ég byrja á bekknum.." Stoltust í heimi yfir því.. Hvaðan kemur það?


Með Telmu vinkonu sinni sem býr hérna í Trige..

Já ferillinn heldur betur byrjaður eða ekki.. Mín er sko ekki að nenna að æfa sig.. Þjálfarinn er alltaf að segja við hana að hún eigi að láta mömmu sína kenna sér að dripla, kasta og grípa og hún er sko alls ekki að nenna því.. Hún verður svona ein af þeim sem verður þarna út af félagsskapnum hahaha.. En svo sem aldrei að vita nema þetta komi einn daginn.. Annars verður hún bara klappstýra það er nú keppt í því hérna í Danmörku..
Aðeins tveir leikir eftir á tímabilinu en það eru leikir um að halda sæti okkar í efstu deild á móti Sönderjyske sem spilar í 1.deild.. Fyrri leikurinn verður á páskadag og seinni á laugardeginum á eftir..
Á morgun er skolefest í skólanum hennar Viktoríu.. Einhver rosa sýning og voða gaman.. Mikil tilhlökkun og loksins kemst ég með en það halda örugglega allir að Viktor sé einstæður pabbi.. Hann er alltaf með henni í öllu á meðan ég er að boltast..
Daggan svo bara á Íslandi og er hennar sárt saknað.. Það er alltaf bara partur af dagsprógramminu að hringja í hana.. Það verður hrikalegt þegar hún verður alfarin á klakann.. Held hún eigi eftir að iðrast mikið að flytja heim..
Imbinn kallar
Hrabba




Comments:
Ég sé nú að prinsessan hefur nú samt haft vit á því að velja rétta númerið á treyjuna Hrabba mín....;) eða voru önnur öfl þar að verki?? Hún á eftir að rúlla þessu upp með slíkt á bakinu...
kveðja
svensý og verarnir
 
Kæra fjölskylda er ekki komið að því að skella sér í mexikanskt að hætti svandísar fljótlega???;) hvenær komið þig næst á fróna? Óliver leó skilur ekkert í því að framtíðar skvísan hans komi ekki í heimsókn..:) vorum við ekki með það á hreinu Hrabba mín? það er nú ekki amalegt að eiga skvísu sem er höfðinu hærri og getur einfaldlega skellt prinsinum sínum í rassvasan :) en annars verðum að fara að heyrast Love.

kveðja Svensý og verarnir xoxo
 
Svensý mín alveg róleg með að vera stolt yfir númeravalinu.. Hún er skelfileg í boltanum.. hahaha..
Heyrðu og ég er bara væntanleg á klakann í byrjun maí og er meira en til í mexíkanskt að hætti Svensýjar.. Og já það þarf nú að fara að láta þau hittast..
Knús
Hrabba
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?