miðvikudagur, mars 07, 2007

Hinn helmingurinn 30 ára..

Minn heittelskaði bara komin á fertugsaldurinn en lítur nú enn mjög vel.. Hann eldist vel þessi elska.. Dagurinn í gær bara hinn fínasti en frekar rólegur.. Matthildur og Stulli komu og svo voru auðvitað heimalingarnir okkar þessa dagana (Orri og Svala) líka.. Ekki amalegt að hafa Sveilina með sér í eldhúsinu.. Elduðum Jamie Oliver kjúlla með sítrónu, fersku tímían og parma skinku.. Ekkert smá gott... Og svo fékk Orri að ráða desertinum sem þýðir Bounty kaka.. Klikkaði á að baka hana síðast þegar hann var hérna og greyið var með tárin í augunum marga mánuði á eftir..

Á laugardaginn er svo heldur betur stór dagur í lífi fjölskyldunnar.. Viktoría að fara að keppa sinn fyrsta handboltaleik.. Þetta verður eitthvað rosalegt hún greyið litla getur minna en ekki neitt.. Reyndar nýbyrjuð en ég hafði svona vonað að hún hefði smá bolta í sér en NEI það er ekki að ganga eftir.. Hanna systir fór með hana á eina æfingu og gekk með hauspoka 3 daga á eftir.. Hún var ekki að trúa þessu.. En þetta kemur og trúið mér að ég er mjög hvetjandi og hrósa henni stöðugt fyrir minnstu afrek...

Læt þetta duga í bili
Hrabba

Comments:
Gott að krakkinn fær hvatningu frá mömmu sinni :-D hehehe!
Hún veit bara að prinsessur eiga að vera bleikar í ballett en ekki að hoppa og skoppa í handbolta.

Segðu henni það frá frænku sem skilur hana vel og gat aldrei neitt í handbolta ;-)
ÁFRAM VIKTORÍA!!
 
Tiiiiiiiiiiiiiillllllllllll hamingju með afmælið Vikki Boy. Ég tek undir með Hröbbu - aldurinn fer þér einstaklega vel. Haltu endilega svona áfram.

Mér finnst Vikka litla vera meira ballerínu prinsessu týpa en handbolta týpa.
 
Gangi þér úber vel Viktoría okkar í leiknum, átt ábyggilega eftir að standa þig eins og hetja.
Viltu láta mömmu senda númerið hjá tengdó svo ég geti skilað töskunni híhíhíhíhí.

KOssar og knús Maja og co
 
Sælar elskurnar. Innilegar hamingjuóskir með 30 árin. elsku Hrabba mín lenti í því sama á fótboltaæfingu með Óliver Leó minn. mig hreinlega langaði að labba út. hann var mest í því að skoða efniviðinn í mubblunum í æfingasalnum. ég hef stundum spurt Óliver eldri hvort við höfum alið af okku antisportista með meiru....:) en held enn í vonina hann ætlar að prufa frjálsar á Laugardag....
Love Svandís og óliverarnir
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?