sunnudagur, mars 18, 2007

Pabbi 50 ára.....

Ekki eins og það sé hár aldur miðað við að eiga dóttur sem verður þrítug á árinu.. Stóri dagurinn var 13.mars og var afmælisbarnið hérna hjá okkur í Danaveldi.. Gamla settið kom beint frá Tyrklandi þar sem þau voru búin að vera í 10 daga á geðveiku hóteli.. Fóru þau fyrst til Döggunar og komum við svo til Holstebro á afmælisdaginn og horfðum á Dagnýju keppa og fórum svo út að borða góðan mat.. Tókum svo settið með okkur til Århus og héldum "mini" afmæli á föstudaginn með 5 kílóa eðal kjötstykki og góðu meðlæti.. Þarf auðvitað ekki að taka fram að auðvitað voru kökur a la Hrabba í eftirrétt.. Vorum 13 manns og allir í gistingu, rosa stuð auðvitað.. Fórum í Gokart í gær og svo fór settið heim í dag.. Hanna og Valný fara svo heim á morgun þannig að það er heldur betur að fækka í kotinu..

Styttist í að handboltatímabilið endi.. Einn leikur eftir sem er á miðvikudaginn og svo tveir umspilsleikir 8 og 15.apríl sem eiga að vera auðveldir en þannig er það nú ekki alltaf..

Viktoría í essinu sínu í boltanum... Skoraði á æfingu um daginn (þegar amma og afi voru að horfa)og fagnaði svo mikið að það þurfti næstum því að stoppa æfinguna..

Farin að gera EKKI NEITT
Hrabba

Comments:
Til lukku með pabba ykkar. Það hefur eflaust verið dekrað við kallinn. Vildi líka þakka innilega vel fyrir okkur um daginn, það var frábært að hitta ykkur :) knús og kossar frá Freddahöfn, Guðbjörg og Óskar
 
Innilegar hamingjuóskir með strákana þína
Love Svensý pjása ;)
 
Sorry Ykkar stráka elskurnar.... þetta eru víst strákarnir ykkar allra ekki satt????;)
Love svensý
 
Enn og aftur takk æðislega fyrir mig! þið eruð best!:):)
- Valman ofur unglingur
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?