föstudagur, apríl 13, 2007

13.apríl og ég er brennd í andlitinu..

Já takk.. Var í fríi í gær og lagðist út í garð í rúma tvo tíma í gær í góða veðrinu.. Sól, heiðskýrt og um 17 gráður.. Þarf auðvitað ekki að taka það fram að ég sofnaði að sjálfsögðu.. Vaknaði svo bara skaðbrennd í andlitinu.. Þannig að það er búið að hlæja að mér stanslaust í dag og í gær.. Bara snilld hvað það er komið gott veður hérna og spír enn betra um helgina eða allt upp í 22 gráður.. Þið getið búist við Hröbbunni svartri í byrjun maí (eða allavega rauðri)..

Í gær horfðum við svo á eurovision þátt þar sm tekin voru fyrsti fjórðungur laganna og þ.á.m. Ísland.. Já ég get nú bara sagt ykkur það að við erum að fara að vinna þessa keppni (miðað við úrslitin í gær allavega).. Rústuðum þessum þætti með 24 stig af 25 mögulegum og næsta land fékk bara 19.. Eiríkur sjálfur í stúdíóinu og auðvitað lang flottastur.. Ég er að fíla þetta lag mjög vel og fannst það lang flottast í undankeppninni.. Vona að við komumst í úrslitakeppnina..

Keppum vonandi síðasta leikinn á morgun og þá er ég komin í 10 daga frí.. Kannski að við skreppum til Barca..

Lifið heil
Hrabba

Comments:
já þetta er svakalegt með þetta veður, búið að vera 26 gráður hjá okkur síðustu 3 daga og ströndin er full af fólki....mæli með að þið skellið ykkur hingað í frí :)

eibban
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?