mánudagur, apríl 30, 2007

Brjálað að gera..

hjá litlu fjölskyldunni.. Helgin bauð upp á ýmislegt.. Á föstudaginn var nágrannakaffi sem við héldum að væri bara smá kaffiboð en nei nei við fórum fyrst úr partýinu um 23.. Held að þetta hafi nú bara komið ágætlega út.. Við þekkjum allavega fleiri og vitum hvað nágrannarnir heita og númer hvað þeir búa..

Á laugardaginn var svo leikdagur með bekknum hennar Viktoríu þar sem við þurftum að leysa allskonar þrautir.. órum svo beint í afmæli til Telmu vinkonu Viktoríu og svo var henni skutlað til Köru vinkonu sinnar þar sem hún gisti á meðan við fórum á lokahóf klúbbsins.. Aðeins of strembið prógram og gömlu hjónin fru nú bara heim snemma.. Viktor fór svo að vinna á sunnudeginum, er að vinna fullt auka þessa dagana sem er auðvitað bara hið best mál..

Daggan flutt úr Danaveldi og farin til Spánar.. Var varla lent á Spáni þegar hún hitti mömmu fyrir tilviljun á einhverjum markaði en hún er í konuferð á Alicante.. Lítill heimur..

Svo styttist í okkur mæðgur á klakann..
Hrabba

Comments:
Verðum fyrir sunnan um helgina, hvað segið þið mæðgur um hitting í sundi á sunnudaginn?
 
Til hamingju með bumbuna kæra fjölskylda, frábærar fréttir sem koma ekkert gríðarlega á óvart.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?