fimmtudagur, apríl 05, 2007

Glæstar vonir........

Ég get nú sagt ykkur það að það var verið að sýna þátt númer 4792 í dag.. Hvað er það??? Við erum að tala um að Ridge sem var nú alltaf aða töffarinn hann er orðin gráhærður en aftur á móti Brooke sem er búin að grenja síðan í þætti 1 lítur alltaf eins út.. Þessi þáttur er búin að fara í svo marga hringi að það er fáránlegt.. Ridge sem var fyrst pabbi Bridget en komst svo að því að hann væri bróðir hennar (þar sem pabbi hans hafði barnað konuna hans) endaði svo á því að vera kærsti hennar þegar í ljós kom að hann var ekki sonur pabba síns og þar af leiðandi ekki broðir hennar.. Til hamingju þið sem ekki eruð búin að missa þráðinn.. Og svo taland um þá sem hafa dáið og lifnað við aftur það eru nú nokkur tilfelli... En það versta er þegar það er skipt um leikara til að leika sömu manneskjuna.. Af hverju ekki að láta þær bara deyja í staðin fyrir þá sem eiga að lifna við.. Já ég spyr??

En allavega þá get ég sagt ykkur það að í sjónvarpsdagskránni er kominn tvípunktur fyrir aftan þáttarnúmerið þannig að í dag var 4792:5000 sem þýðir að það verða aðeins 5000 þættir.. Já hvað verður þá hægt að tala um??

Varð að deila þessa með ykkur..
Hrabba sem er ekki að gera neitt í páskafríinu..

Comments:
Jæja skvís gott að heyra að þú lætur þér ekki leiðast híhíhíhí.

Hvert viltu annars að ég fari með ferðatöskuna?

KOss og knús Maja
 
Sæl elskan..
Heyrðu tengdó eru í Gvendargeisla 84 á jarðhæð.. Það væri bara eðal..
Knús knús
Hrabba
 
B & B hættir ekkert á næstunni! þáttur númer 5030 var sýndur í síðustu viku úti í BNA, og fækjan hefur aldrei verið meiri.
Lína
 
átti að vera flækjan
Lína
 
Hey...! Ég hætti nú að lifa þegar Bold hættir... Ég var svoooo ánægð þegar Taylor snéri aftur frá dauðum og mér fannst útskýringin á endurkomunni mjög trúverðug og frábær!

Það er aðeins og langt gengið með Ridge og Bridget... En hann er aðalfolinn í þáttunum svo...

Get ekki beðið eftir laugardögum, þá horfi ég á alla vikuna í einu, YEAH!!!
 
Vá hvað ég er fegin að vita að það eru ekki BARA 238 þættir eftir, hélt ég væri að missa af lestinni:-D (hef aldrei enst heilan þátt).
En ertu búin að sjá Prison break, bíð spennt eftir 3ju seriu þar, miklu betri en Jack Bauer ....
 
Já frábært að vita að þeir ætli ekki að hætta í 5000.. Og vá hvað ég öfunda þig Ásdís að geta horft á 5 í einu.. En hvernig lifnaði Taylor við?? Ég hef ekki séð þennan þátt í 6 ár þangað til þennan eina númer 4792..

Erna mín við horfðum í fyrradag á síðasta þáttinní Prison og urðum fyrir miklum vonbrigðum.. Vorum innilega að vona að þeir hefðu vit á að hætta.. Er hrædd um þriðja serían verði svona Lost skúffelsi.. En aldrei að vita við gefum þessu allavega séns.. En Erna mín Greys er alveg MÁLIÐ...
 
Sko, það var þannig að Taylor var alvarlega og "ólæknanlega" veik og hafði verið það lengi... Hún var orðin alveg svakalega þreytt og slöpp og vildi helst bara deyja. Svo einn daginn þegar hún var ein í sjúkraherberginu ákvað hún að taka hjartamælinn sinn úr sambandi og fór síðan í dá (þetta var bara sýnt núna um daginn til að skýra hvernig hún hefði mögulega getað komið aftur).

Rétt eftir þetta kom Ridge inn og sá að hjartalínuritið var alveg slétt. Hann hélt eins og allir að hún væri dáinn og það var enginn púls (um daginn var svo bara sagt að hann hefði verið svo veikur að hvorki Ridge né ALLIR læknarnir hefðu getað fundið hann).

Svo var hún "jörðuð" með opna líkkistu og Ridge fór að bomba Brooke nokkrum vikum seinna.

Skýringin á því afhverju það var ekkert lík í kistunni var sú að egypski prinsinn, sem hún var hjá þegar hún "dó í flugslysinu" fyrir nokkrum árum, kom og sá hana fárveika á sjúkrahúsinu. Hann tók Taylor og lét fara með hana aftur til Egyptalands og læknarnir þar læknuðu hana af sjúkdómnum. Prinsinn lét síðan búa til fullkomna eftirlíkingu af Taylor úr vaxi og það var "líkið" sem sást í jarðarförinni.

Taylor var í dái í Egyptalandi í mörg ár og þegar hún loksins vaknaði tók hana langan tíma að safna styrk til þess að koma til Bandaríkjanna. Þegar hún loksins kom þá leið henni eins og það væru bara nokkrir mánuðir liðnir, en í raun voru um 10 ár liðin.

Það sem er að gerast núna er að Brooke og Ridge eru gift og eiga son en hann ætlar samt að taka aftur saman við Taylor sem er ástin hans eina...

Sagan í Hollywood segir að leikkonan sem leikur Taylor hafi verið rekin þegar hún var ólétt. Hún hafi kært málið enda óréttlátt og fyrirtækið síðan tapað málinu. Því er hún komin aftur og þeir þurftu að flétta hana svona rosalega inn í þættina og lífga hana við í 3. skipti eða eitthvað.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?