þriðjudagur, apríl 10, 2007

Hver var númer 300.000??????

Teljarinn búinn að liggja niðri í tvo daga og svo þegar ég kíkti á síðuna áðan þá var bara teljarinn kominn í 300.007.. Og ég náði ekki einu sinni að setja verðlaun í boði inn fyrir þann merka gest númer 300.000... Já og það hafa sko ekki verið amaleg verðlaun í boði hingað til.. Spyrjið bara Örnu...

Spiluðum á sunnudaginn fyrsta umspilsleikinn sem átti að vera mjög auðveldur en við enduðum á að vinna bara með 4 mörkum.. Samt var nú sigurinn aldrei í hættu.. Spilum aftur við þær á laugardaginn og verðum að vinna til að tímabilinu sé lokið..

Hugsunarháttur leikmanna getur verið mjög misjafn og tókst einum leikmanni að slá alla út um daginn.. Við erum að tala um örvhenta skyttu sem var valinn í Evrópuliðið á síðasta EM.. Hún spilar með Álaborg sem urðu í 3 sæti í deildinni á eftir Viborg sem þýddi að þessi tvö lið mættust í úrslitakeppninni í best of 3 um að komast í úrslitaleikinn.. Fysti leikurinn var spilaður helgina fyrir páska, næsti leikur á föstudaginn langa og svo þriðji leikurinn (ef þyrfti) í gær.. Haldiði að mín hafi ekki bara verið búin að panta sér farmiða heim á laugardaginn.. Bara alveg viss um að þær myndi tapa og því tímabilið búið.. Þetta gæti aldrei gerst með íslenskan leikmann og þá meina ég aldrei (eða ég ætla rétt að vona ekki).. Hvernig er hægt að hugsa svona sem íþróttamaður.. En Álaborg tapaði fyrsta, vann annan og þurfti að spila þriðja leik þannig að hún komst ekkert í flugið sitt..

Svo fengum við gleðifréttir áðan.. Mútta búin að redda Viktoríu inn í Breiðholtsskóla á meðan við erum heima í maí.. Snúllunni hlakkar auðvitað mikið til að prófa íslenskan skóla.. Frábært líka að geta tekið hana með heim og ekki skemmir það fyrir að hún sé að fara í gamla skólann minn..

Já líf og fjör í Århus
Hrabba

Comments:
Ég var örugglega númer 300.000, held það... Ég væri amk til í verðlaunin aftur... Hver vill ekki alltaf vinna? Ég væri amk ekki búin að panta mér miða heim!!! Gott að heyra að Viktoría sé komin í skóla, Óskar var einmitt búinn að kanna þetta og ég átti bara eftir að láta þig vita.

Hlakka til að sjá ykkur
Kv.
Arna
 
Svei mér þá ef ég þekki ekki einn íslenskan leikmann sem gerði svipað...

eibban
 
Hæ hæ ohh hvað ég hlakka til að sjá ykkur í maí, get ekki beðið :)

Trúi að prinsessan sé spennt að byrja í íslenskum skóla og hvað þá mömmu sinnar skóla :)
 
Úpps gleymdi að skrá nafnið mitt. En sem sagt þetta nafnlausa er frá Júlíu gúlíu guðjónsdóttur
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?