miðvikudagur, maí 09, 2007

Mætt á klakann..

Viktoría byrjuð í Breiðholtsskóla og auðvitað mjög sátt með það.. Ég var svo heppin að fá afleysingastöðu á meðan ég er hérna.. Kenni 7.bekk í Breiðholtsskóla og er með 19 tíma á viku sem er bara mjög fínt.. Þetta gat ekki farið betur..

Svo er ég auðvitað byrjuð að bjóða mér í mat alls staðar og gengur það eins og í sögu.. Fór til Ingu Fríðu í gær og hélt ég hefði borðað fyrir vikuna en nei aldeilis ekki því ég var mætt til Júlla og Moniku í kvöld í enn einn frábæra grillmatinn.. Ég lifi bara drottningarlífi þessa dagana.. Takk kærlega fyrir mig elskurnar.. Við erum að tala um að Júlli fór heim í hádeginu í dag til að marínera kjúklingabringurnar og svo var búin til töfrasósa með, má ekki gefa upp neina upprskrift en ég átti líka að taka það fram að borið var fram bæði þurrsalat og blautsalat (hrásalat).

Já svo er það nú annars helst í fréttum hérna megin að ég er bara farin að safna bumbu þannig að það verður engin bolti fyrr en eftir jól... Reiknað er með að Gyða Sól fari í "aðgerðina" 17 nóv þannig að maður ætti nú að vera klár fyrir landsmót..

Hvíldin kallar
Hrabba

Comments:
Til hamingju með þetta, þú mátt samt ekki verða eins svekkt og Gyða Sól, þe með stærðina á barninu ;)
Kv. Davíð danski
 
Til hamingju!

Ég gleymi aldrei atriðinu þegar Gyða Sól var að versla inn rétt áður en krakkinn átti að koma og verslaði baaara nammi og cocoa puffs...! Svooo fyndið!
 
Til hamingju með bumbuna elsku Hrabba!!
Frábærar fréttir :)

Farðu vel með þig esssska, kannski maður rekist á þig á Klakanum;)

Kveðja Harpa
 
Til hamingju með bumbuna !!!
Ekki verra að vera í Breiðholtsskólanum - eru ekki allir same old kennararnir þar ??
Skemmtu þér á klakanum :-)
 
Til hamingju elsku Hrabba mín og co með bumbuna vonandi sjáumst við á klakanum áður en þú ferð aftur út.
Kveðja Enika.
 
Elsku Hrabba, Viktor og viktoría
Innilega til hamingju með bumbubúan!

Loksins fær Vikoría drauminn uppfylltan;)
Hafið það gott!
Kv Valný
 
Innilega til hamingju!! Vá nú ert þú tíunda manneskjan sem ég þekki sem ert ólétt og þið eruð 8 sem eruð settar á svipuðum tíma!! Magnað..!

kv.Bjarney
 
Jiii en æðislegar fréttir, til hamingju með the bumbos, ert nú bara snillingur farinn að kenna í Breiðholtsskóla alveg góð að redda þér allstaðar ert frábær!! Og víst ég er nú að skrifa bumbukveðju á þig þá langar mig líka að segja til lukku með daginn sætu tvibbar eigið æði dag, hafið það gott frábæru píur! Risa knús til bumbulínu og afmóstelpna! Sigga Birna
 
Þúsund þakkir fyrir allar kveðjurnar.. Þið eruð svo miklar elskur..
Hrabba
 
Elsku Hrabba, Viktor og Viktoría!

Innilega til hamingju með bumbubúann!! Æðislegar fréttir.. mér fannst nú löngu kominn tími á þig kella.. en alla vega allt að gerast núna!! Þú verður bara að vona að þetta séu tvibbar.. þá ertu búin að ná mér ( í bili)
 
hvaðahvaða bara verið að fjölga í familíunni... til hamingju öll :)
 
Hjartanlega til hamingju, litla danska fjölskylda :).

kv. Eva Albr
 
Til lukku með bumbuna;)
snilld!!
kv.ebba
 
Hæ kæra fjölskylda, innilega til hamingju með bumbufréttirnar ;) knús og kossar frá okkur í Frederikshavn, hlakka til að hitta þig á Íslandinu, lúv Guðbjörg og Óskar
 
Til lukku elskurnar...gaman að þetta er orðið opinbert!
Það verður nú eiginlega að blogga um commentið sem Viktroía kom með þegar hún frétti af bumbubúanum!! hehe
knús frá Odense
Tinna og co.
 
Til hamingju með bumbuna elsku familí, vá hvað Vikotoría á eftir að verða góð stóra systir.

Geggjað gaman að heyra þetta.
Endilega að láta sjá sig áður en farið er aftur heim. Gaman að sjá ykkur áður en þessi bumba springur muhahahaha (er alveg að fara að gera sig)

Kossar og knús Maja og co
 
Takk fyrir síðast elsku Hrabba og Drífa.
Júlíus hlýtur að vera ánægður að þú skulir hafa bloggað um kjúttlinginn og blautsalatið eins og hann reyndar gerði fastlega ráð fyrir -til jafns við að sólin risi næsta dag.. :))-herra nafli alheimsins !
Ég er svo hamingjusöm með kúluna ykkar Viktors.. en ég held að ég samsami mig mjög svo við Gyðu Sól svona miðað við umræðuna.. enda var Kókópuffs og sælgæti uppistaðan í minni síðustu innkaupaferð. Úps!
 
Jæja thid fáid hamingjuóskir vía internet líka.. :o)

váí váí og ég fæ ad fylgjast med thessu øllu hér í fallega Århus..

Hlakka til af fá ykkur heim

kiss og knús

Matthildur Drøfn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?