sunnudagur, maí 27, 2007

Pollróleg ennþá..

Ótrúlegt að ég sé búin að vera á klakanum í þrjár vikur og er bara hin rólegasta.. Hef yfirleitt fengið nóg af stressinu og látunum eftir 10 daga.. Kannski er ástæðan mikil þreyta og mikill svefn upp á síðkastið.. Geri lítið annað en leggja mig á daginn og hef nú ekki afrekað margar bæjarferðirnar.. En mér líður vel og það er nú fyrir öllu..

Aðeins 6 dagar í heimför og verður nú fínt að komast í faðm Vikkans og rífa hann upp af hnjánum en hann hefur lítið annað gert en að liggja á hnjánum út í garði og gramsa í beðunum.. Hann er að reyna að halda í við alla grannana sem gera lítið annað en dunda í garðinum.. Eins gott að það verði nú fallegt í kringum mig þegar ég mæti á sólbekkinn, haha....

Tinna vildi endilega að ég kæmi því að hvernig litla músin mín brást við bumbufréttunum og að hún væri að verða stóra systir en mín var nú aldeilis kát með þetta og brosti auðvitað í hringi og kastaði sér í fangið á mér en svo var það fyrsta sem hún sagði: "Gerðuð þið það í gær"??? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvert hakan á okkur fór en Viktor náði nú að spyrja: "gerðum við hvað í gær"??? Viktoría: "Nú, búa til barnið"????
Já kynfræðslan hjá múttunni ekkert að klikka neitt eftir að hún kom með bókina í vetur, hvernig börnin verða til....

Kannski að maður drífi sig í háttinn svo að ég þurfi ekki að leggja mig tvisvar á morgun..

Hrabba

Comments:
Hahaha... hún er bara snilld hún dóttir ykkar... vona að allt gangi vel hjá þér/ykkur og ég sé ykkur vonandi í haust... er að reyna að draga kallinn til Aarhus...

Luv Ragga
 
HAHA! Sé þetta aaalveg fyrir mér...!
 
Hæ hæ skvís það vantar ekki punktana hjá henni Viktoríu, verður ábyggilega rithöfundur hún er svo orðheppin híhíhíí. Gangi ykkur vel í þessu og góða ferð aftur heim.
KOssar og knús maja
 
Bara snilld þetta barn hehe...... Ég spurði Daníel Dag hvort við ættum ekki að heimsækja Viktoríu í ágúst þegar við færum til Danmerkur, hann hélt nú ekki. Nauj, ekkert að heimsækja einhverjar stelpur hehe........ Held að honum hafi nú ekki þótt leiðinlegt að hafa hana við hliðina á sér í bekknum ;)

Hafið það gott og já til hamingju með bumbubúann, það er ekkert verið að blaðra í mann þegar við hittumst össössöss. En nú er það pottþétt Gyða Sól er þakki?? ;)

kv. Kiddý og co.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?