miðvikudagur, júní 27, 2007

Frí á bekknum - ekki að meika það..

Hún Steffí mín kom til Danmerkur á fimmtudaginn fyrir tæpum 2 vikum og það er búið að rigna síðan.. Það þýðir auðvitað að bekkurinn er orðinn MJÖG einmanna héra út í garði og brúnkan byrjuð að leka af mér..

Annars er nú búið að vera líf og fjör í kotinu.. Sæunn okkar var hjá okkur alla síðustu viku og var æðislegt að hafa hana hér.. Steffí og Selma Rún komu svo á föstudaginn og voru til sunnudags.. Við fórum til Tinnu og Dadda á Jónsmessu og grilluðum og ætluðum svo að kíkja á brennu sem er venjan hérna.. Bjóst nú ekki við miklu en þarna beið okkar bara rúmlega 5 þúsund manns, risa brenna, tónleikar og fjör.. Fórum svo aftur heim til Tinnu og vorum út í garði til 04.30 um nóttina og keyrðum þá heim.. Veðrið var sem betur fer mjög gott þetta kvöld..

Á morgun koma svo Gæi, Ásta og skvísurnar þeirra.. Þau geta því miður ekki stoppað lengi útaf þessum blessaða fótbolta (Gæi alltaf að þjálfa).. Þau fara aftur á laugardagsmorgun en við náum allavega að fara í Djurs sommerland á föstudaginn með börnin..

Svo er það bara klakinn góði eftir tæpa viku.. Hlakka mikið til að koma heim og nú er loksins komið að því að ég skoði bæinn hans Vikka míns.. Jú jú frúin bara að fara til Bolungarvíkur heila helgi.. Hlakka mikið til að sjá pleisið..

Svo fer að styttast í stórafmæli kellunar.. Ætla að leigja sal og halda stórt partý þann 11.ágúst.. Hér með bíð ég öllum vinum mínum í afmæli.. Nánari upplýsingar síðar.. En ég minni á að það er verið að selja mjög ódýra flugmiða á icelandair.is þannig að um að gera að panta strax..

Komin tiltektartími (Viktor hatar þegar ég byrja að taka til klukkan 23)..

Reyni að bæta bloggletina og svo fer að styttast í bumbumynd.. Þetta er allt að koma..

Hilsen
Hrabba

Comments:
Hmmm, já stórafmælið 11. ágúst - er það þess vegna sem Iceland express eru að fjölga ferðum til Billund í ágúst?

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1277374
 
Haha.. Já það er pottþétt útaf því.. Kemurðu ekki??
 
hó!

Farið þið til Íslands á miðvikudaginn?? Við líka. Ekki leiðinlegt að vera samfó!

Verð í bandi.

Knús Erla.
 
Jeeessss. Ég heppin að vera í Dk í ágúst. Hvenær er mæting? hehe........
 
Erla mín við förum á þriðjudagskvöldið.. En við verðum nú að fara í sund með snúllurnar heima á klaka..

Snilld Kiddý að þú skulir ná stórafmælinu.. Þetta verður bara fjör..

Kveðja
Hrabba
 
Já algjör snilld. Kem kannski meira í morgunmat þann 12. Er ekki mæting þá kl. ca. 8-10 hoho... Væri reyndar frekar fúlt fyrir Óla að vera skilin eftir með börnin í fríinu og ég skellti mér í afmæli hehe.. Held að hann tæki þá fyrstu vél heim, er ekki annars ódýrt að hoppa heim ahahahaha!!!!

K
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?