fimmtudagur, júní 07, 2007

Mætt á bekkinn..

Já og stend mig bara vel.. Geggjað veður hérna í Dene og spáin frábær framundan.. Það styttist líka í selskab á bekkinn.. Sæunn búin að panta, kemur 18.júní, og ætlar að vera á bekknum í tæpa viku.. Er meira að segja búin að lofa henni því að hún þurfi ekki einu sinni að fara inn og ná í bjórinn sjálf.. Svo grillar Vikkinn auðvitað ofan í okkur.. Verður æðislegt að hafa kompaní á bekknum..

Getur svo verið að Sibba frænka komi á sunnudaginn og kíki á okkur.. Vona að hún nenni að taka skreppið frá Köben..

Svo er það auðvitað blessaður fótboltinn sem er búinn að vera í sviðsljósinu hérna.. Vitleysingurinn sem hljóp inn á er bara komin í felur með kærustunni og þorir ekki einu sinni heim til sín (skil það nú mjög vel, ég væri hrædd ef það væri bara einhver einn maður sem vildi drepa mig en það eru 5 milljónir með hann á dauðalistanum sínum).. Svo er aumingja maðurinn puttabrotinn líka eftir að hann kýldi í klósettvegg eftir að hafa fattað hvað hann var ógeðslega heimskur..
En ekki það að ég held að það sé miklu verra að vera Íslendingur en Dani í dag hvað fótbolta varðar.. Þeir geta þó allavega spilað fótbolta. Vá hvað Íslendingar eru lélegir, held að það væri bara miklu sniðugara að senda FH liðið í þetta að viðbættum nokkrum leikmönnum í stað úllanna.. Þeir gætu allavega náð að senda boltann nokkrum sinnum á milli sín.. Dönsku þulirnir eru allvega ekki búnir að fara fögrum orðum um íslenska liðið.. Eiga ekki til orð hvað þeir eru lélegir.. Það góða við þetta er að á meðan við erum svona ógeðslega léleg í fótbolta þá lifir handboltinn ennþá og það skiptir jú öllu.. Held að ef við kæmumst á stórmót í fótbolta þá deyr handboltinn en við þurfum nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því...

Farin að skola af mér sólkremið
Hrabba

Comments:
Það eru ekki bara Danir sem eru að hlæja að Íslendingunum. Síðasta markið er orðið það vinsælasta á youtube skv talningasíðunni þeirra. Svo var maður að vona að þeir fengju að taka landsleikinn við okkur hér, en hann verður eflaust í Hamburg eða stórbænum Esbjerg miðað við fyrstu fréttir. Velkomin í sólina.
Sigfús Örn og co
 
Sjæsinn...þetta er engin venjuleg blíða! Bara geggjað...en samt alveg ógeð að þurfa að vera að læra ;o(
Hvað er annars títt af bumbumálum? Á maður ekkert að fá að sjá bumbuna?
Knús Tinna
 
Hvað, er kellingin brunnin við á bekknum? Lítið um fréttir þessa dagana .....
 
Nei nei Erna mín.. Kellan er bara búin að vera í 4 daga hléi frá bekknum en er að hjóla og ganga mig vitlausa.. Er búið að vera eitthvað vesen með síðuna..
 
Sælar kella,

Ekkert smá frábært hvað þið systurnar eruð samrýndar í þessum óléttumálum, gaman að það sé svona stutt á milli ykkar.

en ég ætlaði bara að benda þér á að linkurinn hjá þér inn á síðuna hennar Birtu Laufeyjar er vitlaus, það er www.birtalaufey.com

Hafðu það annars gott og komdu svo í heimsókn til Mílanó esskan.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?