fimmtudagur, júlí 26, 2007

Það er erfitt að gera ekki neitt..

Já og ég er á lífi.. Aldeilis langt síðan ég skrifaði síðast og margt búið að gerast á þessum tíma.. Það var æðislegt að vera á klakanum og í þessu líka frábæra veðri.. Þetta var bara orðið rugl og á örugglega aldrei eftir að gerast aftur að sólin sé stanslaust á klakanum í 6 vikur.. Á þessum 13 dögum sem ég var heima náði ég að fara í tvö þrítugsafmæli (hjá Röggu og Steffí) og brúðkaup hjá Jóni Steinari og Pálínu sem var haldið fyrir vestan.. Ég fór sem sagt í fyrsta skipti á ævinni vestur og er nú aldeilis búin að keyra á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og sjá allt þetta helsta og sjá hvar allir áttu heima (eða aðallega Óli sem átti heima á 9 stöðum í Bolungarvík sem er bara ágætis prósenta af öllum húsunum í Bolungarvík).. Við gistum svo í Hnífsdal með Óla og Hildi sem var með stærri maga en ég þannig að við óléttu konurnar skemmtum okkur vel í brúðkaupinu við að horfa á fólkið sem hafði drukkið of mikið og það er alveg ótrúlegt hvað reflexarnir hjá mörgum hægjast um 500%. En Vestfirðirnir voru mjög skemmtilegir og gaman að hafa loksins komið í stórbæinn hans Viktors míns.. Hefði bara viljað hafa aðeins lengri tíma fyrir vestan því þar var alveg geðveikt veður og hefði alveg verið hægt að skoða meira og auðvitað sóla sig..

Við komum svo heim síðasta mánudag og er veðrið hér búið að vera eins í 7 vikur eða skýjað, rigning á köflum og smá sólarglætur.. Ömurlegt og ekki útlit fyrir neitt betra á næstunni.. Aldrei að vita nema við skellum okkur eitthvað í viku bráðum.. Við erum sem betur fer ekki búin að vera ein í kotinu því Ragga Stef og Magnús voru hjá okkur í viku og Eivor og Lúkas kíktu líka við þannig að við erum búin að vera á fullu í görðunum (Legoland, Djurs, Löveparken og.fl) og svo auðvitað spilað á kvöldin enda Ragga mikil spilamanneskja.. Þau fóru svo á mánudaginn og erum við Viktoría búnar að gera lítið eftir það en við ætlum að skella okkur til Eibbunar á morgun til Flensborgar og kíkja á leik hjá Alex á móti Lemgo.. Svo verður auðvitað mikið spilað og svo grensan tekin með stæl á sunnudaginn og verslað inn fyrir afmælið góða sem verður sennilega haldið 10.ágúst í stað 11. þar sem handboltaskvísurnar komast ekki á laugardeginum og það eru auðvitað bara 20stk þar..

Lenti svo aldeilis í valkvíðakasti um daginn þar sem við ætluðum að horfa á sjónvarpið.. Haldiði að það hafi ekki verið sýnt á sama tíma á sitt hvorri stöðinni: HM í fótbolta fyrir heimilislausa og Ungfrú alheimur fyrir kynskiptinga.. Halló, á maður að geta valið þarna á milli?????????????

Líf og fjör í "frábæra veðrinu" í DENE
Hrabba

Comments:
Sakna þín móðir góð!! (mátt segja Viktori læriföður mínum að ég er byrjuð að glamra á gítar, svo ólíft er nú í blokkinni...)
Matta
 
Ég valdi kynvillinganna ;)

Þurfti ekki einu sinni að hugsa mig um. Hvað segir það um mig???
 
Guðný mín það kemur ekki á óvart.. Þú átt líka verðlaun fyrir
fegurð..

Og Matta mín ég sakna þín líka og vona að þú farir að koma í heimsókn.. Kannski þú skellir þér bara í afmælið mitt..

Knús Hrabba
 
Ahhhhh....

þannig að þú heldur að þetta sé svona drottninga-related????
 
Hæ Elskan !! ég væri nú heldur betur til í að vera að mæta í afmælið þitt, en því miður kemst ég ekki, kem seinna í vetur í heimsókn :) En þú verður samt ánægð með mig hætti við að hlaupa bara á hlaupabrautinni í vetur :) Ég geri allt eins og þú segir híhí
 
Luv. Inga Fríða
klikkaði aðeins
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?