mánudagur, ágúst 20, 2007

Ég á að bera eins og kindurnar..

Já fór til ljósmóður í fyrsta skipti í dag.. Komin rétt rúma 6 mánuði á leið og á bara að fara tvisvar í viðbót, ekki mikið eftirlit hérna enda Árósaborg alltaf að spara á öllum stöðum.. Ég fór svo að spyrja út í fæðingardeildina hvort það væri eitthvað svona hreiður þar sem maður gæti gist í eina nótt með fjölskyldunni en nei nei þar sem þetta er mitt annað barn þá verð ég bara látin bera og svo hent út svona ca. 2 tímum seinna (4 ef heppnin er með mér).. Lá við að ég spurði hvort að barnið ætti ekki bara að labba út á eftir mér.. Hvaða rugl er þetta.. Eins gott að mamma verði komin út að stjana við mig..

Viktoría er byrjuð í skólanum, komin í 1 bekk (sem er 2 bekkur heima) og finnst hún auðvitað voða fullorðin.. Það styttist óðum í unglinginn..

Endurheimtum svo eitt af stóru börnunum okkar í dag... Valný mætt í kotið og byrjar í skólanum á morgun.. Ætlar að vera hjá okkur á meðan hún bíður eftir að finna eitthvað.. Viktoría voða kát með að vera búin að fá stóru systir heim..

Kveð í bili
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?