föstudagur, ágúst 31, 2007

Skammist ykkar............

þið sem nennið að væla yfir nokkrum aukakílóum eða öðru eins lítilvægu.. 19 ára stelpa sem ég er að vinna með fór að grenja í vinnunni í dag vegna þess að hún er búin að þyngjast um 2 kíló (og við erum að tala um stelpu sem er bara mjög venjuleg í vexti).. Fór mikið að hugsa um svona fólk þegar ég las síðuna hennar Ástu Lovísu heitinnar.. Það er auðvitað skömmustulegt hvað minnstu hutir geta valdið miklum áhyggjum og vanlíðan þegar maður les um fólk sem er að berjast fyrir lífi sínu og veit að líkurnar eru ekki miklar.. Þetta er fólkið sem má kvarta..

Eivorin mín og family komu á miðvikudaginn og fóru í gær.. Ekkert smá æðislegt að hún sé flutt svona nálægt mér.. Innan við tveggja tíma keyrsla til hennar þannig að við eigum eftir að hittast mjög oft á næstunni.. Og ekki verra að geta skellt sér á stórleikina í boltanum... Förum á Flensborg-Ciudad Real í meistaradeildinni 26.sept..

Í gær komu Stulli, Matthildur, Ragga Ásgeirs og Heiðar í pizzupartý og svo spiluðum við stelpurnar á meðan strákarnir slöppuðu af.. Gaman að hitta Röggu enda orðið langt síðan síðast.. Matthildur kom líka með "my new boots" sem þau gáfu mér í afmælisgjöf.. Flottustu stígvél í heimi.. Ég þyrfti nú að fara að henda inn myndum af öllum afmælisgjöfunum mínum.. Ekkert smá flottar gjafir m.a nýtt hjól, svona týpískt danskt dömuhjól með körfu.

Á morgun er ég svo að fara í rosa dekur.. Svona "Mother to be".. Það verður aldeilis slappað af þar.. Svo förum við út að borða með vinnunni hans Viktors annað kvöld..

Hrabba feita kveður... (Og bara ánægð með öll aukakílóin)...

Comments:
Takk æðislega fyrir okkur Hrabba mín já og Viktor... Geggjuð pizza... langar í meira núna :(

Rosalega gaman að hitta ykkur

Knús og koss

Ragga Ásgeirs
 
Æ Hrabba...farðu nú að blogga...ég hrekk alltaf í kút þegar ég sé fyrirsögnina...!!
knús Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?