sunnudagur, september 30, 2007
Komin heim frá Flens..
Já Eibban mín náði bara í hvalinn á fimmtudaginn þar sem við vorum orðin bíllaus.. Fór á Flensborg-Ciudad Real í CL.. Gaman að fara á svona leik og frábær stemning, hefði bara mátt vera aðeins meira spennandi og svo hvarf stemningin alveg hjá okkur þegar Einar meiddist.. Sem betur fer var það ekki eins slæmt og það leit út fyrir í fyrstu.. Hugguðum okkur svo alla helgina og fórum í sund og leifðum strumpunum að leika sér.. Sumir sváfu alltaf lengur en aðrir, auðvitað ég... Viktor kom svo í gær á nýja bílnum okkar sem við vorum að kaupa, reynda notaður en fínasti bíll.. Hann fékk að sofa eina nótt í Flens og svo fórum við heim eftir að hafa séð Flensborg vinna Hamborg í toppslag deildarinnar..
Næsta helgi er það svo Óðinsvé þar sem Tinna er búin að bjóða í stelpupartý.. Hvalurinn þarf nú að nýta helgarnar vel áður en skyldan kallar..
Verð nú svo að henda nokkrum myndum af mér og öllum þessu frægu inn á síðuna.. Vá hvað Arna á eftir að öfunda mig...
Hvalurinn kveður
Næsta helgi er það svo Óðinsvé þar sem Tinna er búin að bjóða í stelpupartý.. Hvalurinn þarf nú að nýta helgarnar vel áður en skyldan kallar..
Verð nú svo að henda nokkrum myndum af mér og öllum þessu frægu inn á síðuna.. Vá hvað Arna á eftir að öfunda mig...
Hvalurinn kveður
miðvikudagur, september 26, 2007
Hver er maðurinn/konan???
Talandi um að myndast vel.. Er að spá í að fara með þessa niður í búð (japan photo).. Ef að þessi mynd selur ekki myndavélar.....................
En hver er fyrirsætan???
En hver er fyrirsætan???
þriðjudagur, september 25, 2007
Hvalurinn og Hnísan..
Já ég er enn meðal manna og gott betur.. Hefur sjaldan farið meira fyrir mér en nú.. Er búin að stækka um helming á tveimur vikum þannig að meira að segja brjóstin eru farin að falla í skuggan... Kannski ekki alveg samt.. En ég lofa myndum mjög fljótlega..
Um helgina fór ég til Köben í frúarferð þar sem hún Arnan mín var mætt og gistum við hjá henni Stefaníu okkar.. Það var að sjálfsögðu farið með okkur eins og drottningar og Arna alveg á toppnum eftir að hafa séð mig því hún var búin að tala um sig sem Hvalinn því hún væri komin með svo rosalega bumbu.. Svo sá hún mig og eftir það var ég auðvitað bara Hvalurinn og hún Hnísan (einhver lítil hákarlategund fyrir þá þá sem vita lítið um dýr eins og ég)... En við áttum frábæra helgi og hugguðum okkur vægast sagt alla helgina, vá hvað við vorum latar og það sem meira var þá er ég búin að finna eina manneskju sem er lélegri búðarrápskona en ÉG.. Já til hamingju Arna það á enginn eftir að slá þig út.. Óskar er ekkert smá heppin að eiga konu sem er svona svakalega ódýr í rekstri.. Það væru nú margir orðnir mjög ríkir að vera giftir henni Örnu.. Greinilega ekkert alltof há þjálfaralaunin þarna hjá Val.. Ekki einu sinni Range Rover í innkeyrslunni hjá þeim.. Hann þarf að fara að fá sér alvöru umba enda þjálfari ársins þar á ferð (Arna talaði nú ekki um annað alla helgina, alveg stoltasta unnastan þar á ferð).. En elsku Steffí mín þúsund þakkir fyrir að hýsa okkur vitleysingana og takk fyrir frábæra helgi.. Og Arna það var miklu betra að skjóta fætinum upp á þig en Viktor..
Svo er verið að vinna í barnalandssíðu fyrir Dísina.. Er að vinna hægt og rólega í henni en þetta kemur.. Viktoría ætlar sjálf að skrifa í vefdagbókina en ekki búast við neitt löngum færslum.. Hún skrifaði einmitt eina í dag.. Lykilorðið á síðuna er Perla fyrir ykkur sem nennið að byrja að skoða núna..
Farin að sofa
Hvalurinn
Um helgina fór ég til Köben í frúarferð þar sem hún Arnan mín var mætt og gistum við hjá henni Stefaníu okkar.. Það var að sjálfsögðu farið með okkur eins og drottningar og Arna alveg á toppnum eftir að hafa séð mig því hún var búin að tala um sig sem Hvalinn því hún væri komin með svo rosalega bumbu.. Svo sá hún mig og eftir það var ég auðvitað bara Hvalurinn og hún Hnísan (einhver lítil hákarlategund fyrir þá þá sem vita lítið um dýr eins og ég)... En við áttum frábæra helgi og hugguðum okkur vægast sagt alla helgina, vá hvað við vorum latar og það sem meira var þá er ég búin að finna eina manneskju sem er lélegri búðarrápskona en ÉG.. Já til hamingju Arna það á enginn eftir að slá þig út.. Óskar er ekkert smá heppin að eiga konu sem er svona svakalega ódýr í rekstri.. Það væru nú margir orðnir mjög ríkir að vera giftir henni Örnu.. Greinilega ekkert alltof há þjálfaralaunin þarna hjá Val.. Ekki einu sinni Range Rover í innkeyrslunni hjá þeim.. Hann þarf að fara að fá sér alvöru umba enda þjálfari ársins þar á ferð (Arna talaði nú ekki um annað alla helgina, alveg stoltasta unnastan þar á ferð).. En elsku Steffí mín þúsund þakkir fyrir að hýsa okkur vitleysingana og takk fyrir frábæra helgi.. Og Arna það var miklu betra að skjóta fætinum upp á þig en Viktor..
Svo er verið að vinna í barnalandssíðu fyrir Dísina.. Er að vinna hægt og rólega í henni en þetta kemur.. Viktoría ætlar sjálf að skrifa í vefdagbókina en ekki búast við neitt löngum færslum.. Hún skrifaði einmitt eina í dag.. Lykilorðið á síðuna er Perla fyrir ykkur sem nennið að byrja að skoða núna..
Farin að sofa
Hvalurinn
laugardagur, september 08, 2007
Vikka dansari..
Já Viktorían mín byrjuð í dansi og ekkert smá sátt.. Sló í gegn á fyrstu æfingunni og kennarinn sagði að hún væri búin að vera best "í dag".. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað mín uppveðraðist við það.. Var extra einbeitt það sem eftir lifði æfingarinnar og mjaðmahnikkirnir ýktust um helming.. Þetta verður það sem koma skal..
Annars er líðan eftir atvikum góð hjá feitu konunni.. Gengur vel að stækka og brjóstin eru bara alls ekkert að minnka.. Trúið mér.. Þetta fer að verða vandamál.. Er samt mikið öfunduð af handboltastelpunum sem eru ekki með stærstu kútana.. Þær geta ekki beðið eftir að verða óléttar og fá risa brjóst.. Er ekki alveg að skilja þær sem þyngjast bara um einhver 7-8 kíló á meðgöngunni... Það eru örugglega næstum 3 bara í brjóstunum..
Dekrið um daginn var æðislegt.. Var nudduð frá toppi til táar, fór í bað og fékk ferska ávexti og ekki má gleyma maskanum á bumbuna..
Nú ætla ég að athuga hvort ég geti horft á fyrstu 10 mínúturnar af landsleik Íslendinga og Spánar.. Finnst fátt leiðinlegra en horfa á þá spila.. Nánast hverfandi líkur á að þeir skori (vonandi þarf ég að éta það ofan í mig)... Er að spá í að telja sendingarnar áður en þeir missa boltann.. Metið er örugglega ekki meira en 7.. Þetta er alvarlegt þegar Hrabba jákvæða er orðin svona svartsýn.. EN ÁFRAM ÍSLAND.. Vona að þeir þaggi niður í mér..
Pamela kveður..
Annars er líðan eftir atvikum góð hjá feitu konunni.. Gengur vel að stækka og brjóstin eru bara alls ekkert að minnka.. Trúið mér.. Þetta fer að verða vandamál.. Er samt mikið öfunduð af handboltastelpunum sem eru ekki með stærstu kútana.. Þær geta ekki beðið eftir að verða óléttar og fá risa brjóst.. Er ekki alveg að skilja þær sem þyngjast bara um einhver 7-8 kíló á meðgöngunni... Það eru örugglega næstum 3 bara í brjóstunum..
Dekrið um daginn var æðislegt.. Var nudduð frá toppi til táar, fór í bað og fékk ferska ávexti og ekki má gleyma maskanum á bumbuna..
Nú ætla ég að athuga hvort ég geti horft á fyrstu 10 mínúturnar af landsleik Íslendinga og Spánar.. Finnst fátt leiðinlegra en horfa á þá spila.. Nánast hverfandi líkur á að þeir skori (vonandi þarf ég að éta það ofan í mig)... Er að spá í að telja sendingarnar áður en þeir missa boltann.. Metið er örugglega ekki meira en 7.. Þetta er alvarlegt þegar Hrabba jákvæða er orðin svona svartsýn.. EN ÁFRAM ÍSLAND.. Vona að þeir þaggi niður í mér..
Pamela kveður..