föstudagur, nóvember 30, 2007

Allt að komast í gott stand..

Já smá pása búin að vera hér.. Kom pínu bakslag á þriðjudaginn þar sem móðirin ég fékk 40 stiga hita og þurfti að fara á spítalann í rannsókn.. Eins og alltaf þegar ég á í hlut þá var auðvitað ekkert eðlilegt að mér og læknirinn klóraði sér bara í hausnum og skildi ekkert.. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir þessum háa hita og lét hann mig á pensilínkúr sem er nú svolítið skrítið en hjálpaði mér mjög fljótlega.. Ég er alveg að verða hin hressasta.. Það er nú auðvitað fyrir öllu að litla prinsessan sé spræk og það er hún.. Sefur eins og engill og er orðin voða dugleg að drekka..

Nú tekur bara við róleg helgi.. Mamma að fara á morgun sem er nú ekki alveg nógu gott þegar maður fær enga þjónustu hérna.. Ljósmæðurnar forðast okkur eins og heitann eldinn.. Við vorum einmitt að spá í hvenær hún yrði nú vigtuð og skoðuð næst.. Við erum allavega ekki búin að fá að vita neitt.. Það var sko eins gott að múttan mín kom til mín.. Hennar verður sárt saknað en maður verður víst að senda hana heim fyrir næsta "sauð"burð..

Jæja neyðin kallar..
Hrebs

Comments:
hvaða hvaða.. nú brá mér! Mamma að horfa upp á barnið sitt taka pensilín,, kjellan farin að mildast með árunum.
En gott að þér sé að batna. Hlakka til að fá ykkur,, knús þangað til!
-Hæja
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?